Flytjendur:
  • Katrín Fjeldsted
BreytingartillagaÁkvæði eftir breytinguÁkvæði í frumvarpsdrögum

B- nefnd hafnar Breytingartillaga # 66 við 72. gr. Eignir og skuldbindingar ríkisins.
Nefndin ræddi um breytingartillöguna sem fjallar um að ríkisfyrirtæki verði aðeins einkavædd með almennri sölu hlutabréfa á opnum markaði. Nefndarmenn töldu markmið ákvæðisins gott en að orðalagið væri óljóst, svo sem um hvað teldist ríkisfyrirtæki, hvað væri einkavæðing, hvort alltaf væri um hlutabréf að ræða o.s.frv. Sökum þess hve lítil tími væri til stefnu og ákvæðið hefði ekki fengið nægilegan yfirlestur og mat á áhrifum var ákveðið að hafna breytingartillögunni.

Ekki má taka lán eða undirgangast ábyrgðir er skuldbinda ríkið nema með lögum.

Stjórnvöldum er óheimilt að ábyrgjast fjárhagslegar skuldbindingar einkaaðila. Með lögum má þó kveða á um slíka ríkisábyrgð vegna almannahagsmuna.

Ekki má selja eða láta með öðru móti af hendi fasteignir ríkisins né afnotarétt þeirra nema samkvæmt heimild í lögum. Um ráðstöfun annarra eigna ríkisins fer að lögum.

Skýringar: