Breytingatillaga #129
- Katrín Fjeldsted
Breytingartillaga | Ákvæði eftir breytingu | Ákvæði í frumvarpsdrögum |
---|---|---|
B- nefnd hafnar breytingartillögu #80 við 71. gr. skattar. Nefndin telur tillöguna efnislega ótæka. Hún geti opnað möguleika fyrir afturvirka skattheimtu sem verulegur vafi er á að standist. Bann við afturvirkni skattalaga er mannréttindaregla til þess fallin að vernda hinn almenna borgara, og bannar jafnframt afturvirka lagabreytingu. Hvort sem tillagan yrði samþykkt myndi ákvæðið ekki leiða til þess að heimilt væri aftur í tímann, þ.e. fyrir gildistöku slíks ákvæðis, að heimta skatta afturvirkt. Þá séu heimildir ríkisins orðnar umfangsmiklar, og ekki hægt að treysta því að slíkum heimildum sé aðeins beitt af ítrustu varfærni og gegn tilteknum aðilum. Með slíku er tekið fyrir það almenningur geti treyst og byggt athafnir sínar á þeim reglum sem gilda á hverjum tíma um skattlagningu.
| Skattamálum skal skipað með lögum. Engan skatt má á leggja né breyta né af taka nema með lögum. Ekki má fela stjórnvöldum ákvörðun um hvort leggja skuli á skatt, breyta honum eða afnema hann. Enginn skattur verður lagður á nema heimild hafi verið fyrir honum í lögum þegar þau atvik urðu sem ráða skattskyldu. |
Skýringar: