Breytingatillaga #128

Við 69. grein. Greiðsluheimildir

Flytjendur:
  • Katrín Fjeldsted
BreytingartillagaÁkvæði eftir breytinguÁkvæði í frumvarpsdrögum

B nefnd hafnar breytingartillögu nr. #13 við 69. gr.

Tillagan er um að breyta orðalaginu "leita skal heimildar" í "skal slík heimild staðfest". Nefndin telur að orðalag breytingartillögunnar megi skilja svo að það feli í sér fyrirskipun til Alþingis um hvernig það skuli afgreiða fjáraukalögin. Þá sé notað orðalagið "leita heimildar" í gildandi lögum um fjárreiður ríkisins og í tillögum stjórnlaganefndar og ekki sé rökstudd ástæða til að víkja frá því. Nefndin leggur til að tillögunni verði hafnað.

 

Enga greiðslu má inna af hendi nema heimild sé til þess í fjárlögum.

Að fengnu samþykki fjárlaganefndar Alþingis getur fjármálaráðherra þó innt greiðslu af hendi án slíkrar heimildar, til að mæta greiðsluskyldu ríkisins vegna ófyrirséðra atvika eða ef almannahagsmunir krefjast þess. Leita skal heimildar fyrir slíkum greiðslum í fjáraukalögum.

Skýringar: