Breytingatillaga #126
- Katrín Fjeldsted
Breytingartillaga | Ákvæði eftir breytingu | Ákvæði í frumvarpsdrögum |
---|---|---|
Breytt ákvæði um skipun embættismanna, sem byggir að hluta til á breytingartillögu nr. 48 og fyrirliggjandi ákvæði. | Ráðherrar og önnur stjórnvöld veita þau embætti er lög mæla. Hæfni og málefnaleg sjónarmið skulu ráða við skipun í embætti. Ráðherra skipar í önnur æðstu embætti, eins og þau eru skilgreind í lögum, að fenginni tillögu sjálfstæðrar nefndar. Velji ráðherra ekki í slíkt embætti einn þeirra sem nefndin telur hæfasta er skipun háð samþykki Alþingis með 2/3 atkvæða. Forseti Íslands skipar formann nefndarinnar. Um nánari skipan hennar og störf skal mælt fyrir í lögum. Í lögum má kveða á um að í tiltekin embætti megi einungis skipa íslenska ríkisborgara. Krefja má embættismann um eiðstaf að stjórnarskránni.
| Ráðherrar og önnur stjórnvöld veita þau embætti er lög mæla. Með lögum skal koma á skipan sem tryggir að hæfni og málefnaleg sjónarmið ráði við skipun manna í embætti. Þegar ráðherra skipar í embætti dómara og ríkissaksóknara skal skipun borin undir forseta Íslands til staðfestingar. Synji forseti skipun staðfestingar þarf Alþingi að samþykkja skipunina með 2/3 atkvæða til að hún taki gildi. Ákveða má með lögum að skipun í önnur embætti skuli fara fram með sama hætti. Í lögum má kveða á um að í tiltekin embætti megi einungis skipa íslenska ríkisborgara. Krefja má embættismann um eiðstaf að stjórnarskránni. |
Skýringar:
Samþykkt var að breytingartillaga # 48 væri vísað í nefnd. Fulltrúar breytingartillögunnar og nefndarmenn unnu saman að niðurstöðu um ákvæði þetta er tekur til skipan embættismanna.