Breytingatillaga #124

Við 56. grein. Flutningur þingmála

Flytjendur:
  • Katrín Fjeldsted
BreytingartillagaÁkvæði eftir breytinguÁkvæði í frumvarpsdrögum

 

Ráðherrar geta lagt fyrir Alþingi frumvörp til laga og tillögur til ályktana sem ríkisstjórnin hefur samþykkt.

Alþingsmenn hafa rétt til að flytja frumvörp til laga, tillögur til ályktana og önnur þingmál.

Ráðherrar geta lagt fyrir Alþingi frumvörp til laga og tillögur til ályktana sem ríkisstjórnin hefur samþykkt.

Alþingsmenn hafa rétt til að flytja frumvörp til laga, tillögur til ályktana og önnur þingmál.

Ráðherrar geta lagt fyrir Alþingi frumvörp til laga og tillögur til ályktana í umboði ríkisstjórnarinnar.

Skýringar:

Í samræmi við athugasemdir Eiríks Tómassonar eru tekin af tvímæli að frumvörp þurfi að samþykkja í ríkisstjórn áður en ráðherra getur lagt þau fyrir Alþingi.
Í skýringum með núgildandi ákvæði kemur fram að sjálfstæður réttur ráðherra til framlagningu frumvarps, án samráðs við ríkisstjórn, væri afnuminn með þessari breytingu. Hafi það úrræði enda verið lítt notað og flest frumvörp ráðherra stjórnarfrumvörp. Ráðherra þarf því að fá samþykki í ríkisstjórn á framlagningu frumvarpsins þ.e. það þarf að vera í umboði ríkisstjórnar. En engu að síður taldi nefndin þessa breytingu vera til bóta og skýrði hugsun sem lægi að baki ákvæðinu betur.