Breytingatillaga #123

Við 57. grein. Meðferð lagafrumvarpa

Flytjendur:
  • Silja Bára Ómarsdóttir
BreytingartillagaÁkvæði eftir breytinguÁkvæði í frumvarpsdrögum

Nefnd B gerir tillögu um að breyta 3. mgr. 57. gr. þannig að við bætist orðið minnst. Málsgreinin orðist þá svo:
Lagafrumvarp má ekki samþykkja fyrr en eftir minnst tvær umræður á Alþingi.

Frumvörp alþingismanna og ríkisstjórnar eru tekin til athugunar og meðferðar í þingnefndum áður en þau eru rædd á Alþingi. Sama á við um þingmál að tillögu kjósenda.

Mat á áhrifum lagasetningar skal fylgja frumvörpum samkvæmt nánari ákvæðum í lögum.

Lagafrumvarp má ekki samþykkja fyrr en eftir minnst tvær umræður á Alþingi.

Frumvörp sem hafa ekki hlotið lokaafgreiðslu falla niður við lok kjörtímabils.

 

Frumvörp alþingismanna og ríkisstjórnar eru tekin til athugunar og meðferðar í þingnefndum áður en þau eru rædd á Alþingi. Sama á við um þingmál að tillögu kjósenda.

Mat á áhrifum lagasetningar skal fylgja frumvörpum samkvæmt nánari ákvæðum í lögum.

Lagafrumvarp má ekki samþykkja fyrr en eftir tvær umræður á Alþingi.

Frumvörp sem hafa ekki hlotið lokaafgreiðslu falla niður við lok kjörtímabils.

Skýringar:

Breyting þessi kemur vegna breytingartillögu #72 sem var send í B-nefnd er mælti fyrir um að orðið "þrjár" komi í stað "tvær".
Eftir vinnslu í nefnd var ákveðið að segja minnst tvær. Með þessu er Alþingi gefinn sá valkostur að fækka umræðum um lagafrumvörp niður í tvær, að m.a. sænskri og finnskri fyrirmynd. Alþingi er hins vegar ekki bundið við tvær umræður, getur rætt lagafrumvörp við þrjár eða jafnvel sex umræður ef það óskar þess, einnig samkvæmt núgildandi rétti og ákvæðinu eins og það stendur nú. Nánar verði kveðið á um fjölda umræðna og meðferð lagafrumvarpa í þingsköpum.