Breytingatillaga #113
- Vilhjálmur Þorsteinsson
Breytingartillaga | Ákvæði eftir breytingu | Ákvæði í frumvarpsdrögum |
---|---|---|
Við 111. gr. frumvarpsins bætist svohljóðandi málsgrein: Forseti Íslands stefnir saman stjórnlagaþingi á 25 ára fresti, fyrst 25 árum eftir samþykkt stjórnarskrár þessarar, eða ef Alþingi gerir um það ályktun, eða að kröfu 15% kjósenda. Frumvarp stjórnlagaþings að nýrri stjórnarskrá skal borið undir atkvæði allra kosningabærra manna í landinu í leynilegri atkvæðagreiðslu til samþykktar eða synjunar.
| Þegar Alþingi hefur samþykkt frumvarp til breytinga á stjórnarskrá skal það borið undir atkvæði allra kosningabærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar. Atkvæðagreiðslan skal fara fram í fyrsta lagi einum mánuði og í síðasta lagi þremur mánuðum eftir samþykkt frumvarpsins á Alþingi. Hafi fimm sjöttu hlutar þingmanna samþykkt frumvarpið getur Alþingi þó ákveðið að fella þjóðaratkvæðagreiðsluna niður og öðlast þá frumvarpið gildi engu að síður. Forseti Íslands stefnir saman stjórnlagaþingi á 25 ára fresti, fyrst 25 árum eftir samþykkt stjórnarskrár þessarar, eða ef Alþingi gerir um það ályktun, eða að kröfu 15% kjósenda. Frumvarp stjórnlagaþings að nýrri stjórnarskrá skal borið undir atkvæði allra kosningabærra manna í landinu í leynilegri atkvæðagreiðslu til samþykktar eða synjunar.
| Þegar Alþingi hefur samþykkt frumvarp til breytinga á stjórnarskrá skal það borið undir atkvæði allra kosningabærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar. Atkvæðagreiðslan skal fara fram í fyrsta lagi einum mánuði og í síðasta lagi þremur mánuðum eftir samþykkt frumvarpsins á Alþingi. Hafi fimm sjöttu hlutar þingmanna samþykkt frumvarpið getur Alþingi þó ákveðið að fella þjóðaratkvæðagreiðsluna niður og öðlast þá frumvarpið gildi engu að síður. |
Skýringar:
Tillagan er að mestu samhljóða annarri breytingartillögu frá Gísla Tryggvasyni o.fl. og vísast í greinargerð um hana. Hins vegar er gert ráð fyrir að halda inni möguleika Alþingis til að samþykkja stjórnarskrárbreytingu án þjóðaratkvæðagreiðslu ef 5/6 þingmanna samþykkja slíka breytingu. Vakin er athygli á því að orðalagið "fimm sjöttu hlutar þingmanna" þýðir að 5/6 af 63 = a.m.k. 51 þingmaður þarf að samþykkja tillöguna, óháð því hversu margir eru á fundi og greiða atkvæði. Er talið að svo rúmum meirihluta sé treystandi til að samþykkja aðeins nauðsynlegar og "tæknilegar" breytingar á stjórnarskrá, svo sem til að bæta úr ágöllum. Hins vegar er Stjórnlagaþing bráðnauðsynleg viðbót við flóruna og ætlað að taka á heildarendurskoðun og stærri breytingum.