Breytingatillaga #113

Við 111. grein. Stjórnarskrárbreytingar

Flytjendur:
  • Vilhjálmur Þorsteinsson
BreytingartillagaÁkvæði eftir breytinguÁkvæði í frumvarpsdrögum

Við 111. gr. frumvarpsins bætist svohljóðandi málsgrein:

Forseti Íslands stefnir saman stjórnlagaþingi á 25 ára fresti, fyrst 25 árum eftir samþykkt stjórnarskrár þessarar, eða ef Alþingi gerir um það ályktun, eða að kröfu 15% kjósenda.
Stjórnlagaþing er þjóðkjörið með persónukjöri. Um fjölda stjórnlagaþingmanna, starf stjórnlagaþings og nánari reglur um kosningu þess, svo sem hvernig stuðla skuli að sem jöfnustu hlutfalli kvenna og karla, skal mælt fyrir í lögum.

Frumvarp stjórnlagaþings að nýrri stjórnarskrá skal borið undir atkvæði allra kosningabærra manna í landinu í leynilegri atkvæðagreiðslu til samþykktar eða synjunar.

 

Þegar Alþingi hefur samþykkt frumvarp til breytinga á stjórnarskrá skal það borið undir atkvæði allra kosningabærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar. Atkvæðagreiðslan skal fara fram í fyrsta lagi einum mánuði og í síðasta lagi þremur mánuðum eftir samþykkt frumvarpsins á Alþingi.

Hafi fimm sjöttu hlutar þingmanna samþykkt frumvarpið getur Alþingi þó ákveðið að fella þjóðaratkvæðagreiðsluna niður og öðlast þá frumvarpið gildi engu að síður.

Forseti Íslands stefnir saman stjórnlagaþingi á 25 ára fresti, fyrst 25 árum eftir samþykkt stjórnarskrár þessarar, eða ef Alþingi gerir um það ályktun, eða að kröfu 15% kjósenda.
Stjórnlagaþing er þjóðkjörið með persónukjöri. Um fjölda stjórnlagaþingmanna, starf stjórnlagaþings og nánari reglur um kosningu þess, svo sem hvernig stuðla skuli að sem jöfnustu hlutfalli kvenna og karla, skal mælt fyrir í lögum.

Frumvarp stjórnlagaþings að nýrri stjórnarskrá skal borið undir atkvæði allra kosningabærra manna í landinu í leynilegri atkvæðagreiðslu til samþykktar eða synjunar.

 

Þegar Alþingi hefur samþykkt frumvarp til breytinga á stjórnarskrá skal það borið undir atkvæði allra kosningabærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar. Atkvæðagreiðslan skal fara fram í fyrsta lagi einum mánuði og í síðasta lagi þremur mánuðum eftir samþykkt frumvarpsins á Alþingi.

Hafi fimm sjöttu hlutar þingmanna samþykkt frumvarpið getur Alþingi þó ákveðið að fella þjóðaratkvæðagreiðsluna niður og öðlast þá frumvarpið gildi engu að síður.

Skýringar:

Tillagan er að mestu samhljóða annarri breytingartillögu frá Gísla Tryggvasyni o.fl. og vísast í greinargerð um hana. Hins vegar er gert ráð fyrir að halda inni möguleika Alþingis til að samþykkja stjórnarskrárbreytingu án þjóðaratkvæðagreiðslu ef 5/6 þingmanna samþykkja slíka breytingu. Vakin er athygli á því að orðalagið "fimm sjöttu hlutar þingmanna" þýðir að 5/6 af 63 = a.m.k. 51 þingmaður þarf að samþykkja tillöguna, óháð því hversu margir eru á fundi og greiða atkvæði. Er talið að svo rúmum meirihluta sé treystandi til að samþykkja aðeins nauðsynlegar og "tæknilegar" breytingar á stjórnarskrá, svo sem til að bæta úr ágöllum. Hins vegar er Stjórnlagaþing bráðnauðsynleg viðbót við flóruna og ætlað að taka á heildarendurskoðun og stærri breytingum.