Breytingatillaga #110

Við 16. grein. Kirkjuskipan

Flytjendur:
  • Pawel Bartoszek
BreytingartillagaÁkvæði eftir breytinguÁkvæði í frumvarpsdrögum

2. mgr falli brott

Í lögum má kveða á um kirkjuskipan ríkisins.

Í lögum má kveða á um kirkjuskipan ríkisins.

Nú samþykkir Alþingi breytingu á kirkjuskipan ríkisins og skal þá leggja það mál undir atkvæði allra kosningarbærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar.

Skýringar:

Lagt er til að sú vernd sem lög um kirkjuskipan hafa sem felur í sér að breytingar á þeim lögum þurfi að bera upp í þjóðaratkvæði verði numi n á brott. Það er til efs að málefni sem lúta að trúmálum henti vel til slíkrar þjóðaratkvæðagreiðslu. Þá má benda á að miðað við fyrirliggjandi tillögur njóti lög um kirkjuskipan sömu verndar og almenn stjórnarskrárákvæði, það er að segja breytingar á þeim verði aðeins samþykktar með meirihluta Alþingis og þjóðaratkvæðiagreiðslu í kjölfarið.

Miðað við þau rúmu ákvæði um málskot til þjóðarinnar og þjóðarfrumkvæði sem eru í fyrirliggjandi drögum ætti ekki að útiloka þann möguleika að hægt væri að gera breytingar á lögum um kirkjuskipan í sátt, þannig að ekki þurfi þjóðaratkvæðagreiðslu til.