Breytingatillaga #109

Við 29. grein. Menningarverðmæti

Flytjendur:
  • Katrín Fjeldsted
BreytingartillagaÁkvæði eftir breytinguÁkvæði í frumvarpsdrögum

Orðin " eða afnota" falli út.

Dýrmætar þjóðareignir sem heyra til íslenskum menningararfi, svo sem þjóðminjar og fornhandrit, má hvorki eyðileggja né afhenda til varanlegrar eignar, selja eða veðsetja.

Dýrmætar þjóðareignir sem heyra til íslenskum menningararfi, svo sem þjóðminjar og fornhandrit, má hvorki eyðileggja né afhenda til varanlegrar eignar eða afnota, selja eða veðsetja.

Skýringar:

Dýrmætar þjóðareignir sem heyra til íslenskum menningararfi lýsa fleiru en þjóðminjum og fornhandritum eins og fram kemur með orðalaginu " svo sem" í 1.málslið. Ýmis hugverk geta fallið undir þessa skilgreiningu, til dæmis íslensk þjóðlög. Samkvæmt orðalagi greinarinnar má ætla að óheimilt sé að nýta slíka tónlist til varanlegra afnota og gæti það þýtt að tónskáldum í nútíð og framtíð væri óheimilt að útsetja íslenskar stemmur eða semja tónverk á grundvelli þeirra. Þar væri sannanlega um varanleg afnot að ræða og án efa ekki ætlunin að koma í veg fyrir slíkt í stjórnarskrá.