Breytingatillaga #108

Við 88. grein. Stjórnarmyndun

Flytjendur:
  • Erlingur Sigurðarson
BreytingartillagaÁkvæði eftir breytinguÁkvæði í frumvarpsdrögum

Breyting á stjórnarmyndunarferli.

Alþingi kýs forsætisráðherra. Forseti Íslands skipar hann í embætti og veitir honum lausn. Forsætisráðherra skipar aðra ráðherra og veitir þeim lausn. Ráðherrar vinna eið að stjórnarskránni er þeir taka við embætti.


Forseti Íslands gerir tillögu til alþingis um forsætisráðherra, að höfðu samráði við forystumenn þingflokka og þingmenn. Sá er rétt kjörinn forsætisráðherra, er hlýtur meirihluta atkvæða allra þingmanna.

Forsætisráðherra ákveður skipan ráðuneyta og leggur tillögu um ríkisstjórn sína fyrir Alþingi til samþykktar. Ráðherrar skulu ekki vera fleiri en tíu

Hafi enginn meirihluti fengist þegar sex vikur eru liðnar frá kosningum getur forseti gert tillögu um forsætisráðherra og skipað hann, lýsi meirihluti Alþingis sig ekki andvígan því eða samþykki á hann vantraust. Ella skal Alþingi rofið og efnt til kosninga á ný.

 

Alþingi kýs forsætisráðherra.

Eftir að hafa ráðfært sig við þingflokka og þingmenn gerir forseti Íslands tillögu til þingsins um forsætisráðherra. Er hann rétt kjörinn ef meirihluti þingmanna samþykkir tillöguna. Að öðrum kosti gerir forseti Íslands nýja tillögu með sama hætti. Verði sú tillaga ekki samþykkt fer fram kosning í þinginu milli þeirra sem fram eru boðnir af þingmönnum, þingflokkum eða forseta Íslands. Sá er flest atkvæði hlýtur er rétt kjörinn forsætisráðherra.

Hafi forsætisráðherra ekki verið kjörinn innan tíu vikna skal Alþingi rofið og boðað til nýrra kosninga.

Forsætisráðherra ákveður skipan ráðuneyta og tölu ráðherra og skiptir störfum með þeim, en ráðherrar skulu ekki vera fleiri en tíu.

Forseti Íslands skipar forsætisráðherra í embætti og veitir honum lausn. Forsætisráðherra skipar aðra ráðherra og veitir þeim lausn.

Ráðherrar undirrita eiðstaf að stjórnarskránni er þeir taka við embætti.

Skýringar:

Efnislega er tillagan að mestu samhljóða þeirri sem niður er felld, en kveðið skýrar á um aðild forseta að stjórnarmyndun og heimild hans til að skipa forsætisráðherra ef ekki tekst að kjósa hann á Alþingi.

Greinin var unnin upp úr tillögum sem fyrir lágu í B-nefnd en önnur tillaga var valin af nefndarmönnum.