Breytingatillaga #105

Við 1. grein. Handhafar ríkisvalds

Flytjendur:
  • Erlingur Sigurðarson
BreytingartillagaÁkvæði eftir breytinguÁkvæði í frumvarpsdrögum

Forseti fari með löggjafarvald ásamt Alþingi.

Alþingi fer með löggjafarvaldið í umboði þjóðarinnar ásamt forseta Íslands.

Ráðherrar, ríkisstjórn og önnur stjórnvöld, í umboði Alþingis, fara með framkvæmdarvaldið ásamt forseta Íslands.

Hæstiréttur Íslands og aðrir dómstólar fara með dómsvaldið.

 

 

Alþingi fer með löggjafarvaldið í umboði þjóðarinnar.

Ráðherrar, ríkisstjórn og önnur stjórnvöld, í umboði Alþingis, fara með framkvæmdarvaldið ásamt forseta Íslands.

Hæstiréttur Íslands og aðrir dómstólar fara með dómsvaldið.

Skýringar:

Breytingartillagan bætir orðunum „ásamt forseta Íslands" aftan við 1. ml. 1. gr. Með tillögunni er áréttuð aðild forseta að löggjafarvaldi með því að hann þarf að undirrita lög og getur synjað þeim undirskriftar og vísað þeim þannig til þjóðaratkvæðis. Til samanburðar stendur í gildandi stjórnarskrá: „Alþingi og forseti Íslands fara saman með löggjafarvaldið." Orðalagið er í samræmi við annan málslið 1. gr., en hann hljóðar svo: „Ráðherrar, ríkisstjórn og önnur stjórnvöld, í umboði Alþingis, fara með framkvæmdarvaldið ásamt forseta Íslands."

Þessi breytingartillaga er fram borin í ljósi margra ábendinga, sem Stjórnlagaráði hafa borist m.a. frá lögfræðingum utan ráðsins.