Breytingatillaga #103

Við 16. grein. Kirkjuskipan

Flytjendur:
  • Katrín Fjeldsted
BreytingartillagaÁkvæði eftir breytinguÁkvæði í frumvarpsdrögum

Greinin falli brott

Í lögum má kveða á um kirkjuskipan ríkisins.

Nú samþykkir Alþingi breytingu á kirkjuskipan ríkisins og skal þá leggja það mál undir atkvæði allra kosningarbærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar.

Skýringar:

í 15.grein er kveðið á um trúfrelsi,þar með talinn réttinn til að breyta um trú eða sannfæringu og standa utan trúfélaga. Ákvæði um trúfrelsi er afar mikilvægt mannréttindamál en jafnframt fellur niður nauðsyn þess að kveða á um kirkjuskipan í stjórnarskrá. Ekki verður séð að þessi breyting raski öðrum ákvæðum í frumvarpsdrögum.