Flytjendur:
  • Erlingur Sigurðarson
BreytingartillagaÁkvæði eftir breytinguÁkvæði í frumvarpsdrögum

Greinin falli niður.

 


 

Tillögur ríkisstjórnar eru teknar til athugunar og meðferðar í þingnefndum áður en þær eru ræddar á Alþingi.

Tillögu til þingsályktunar má ekki samþykkja fyrr en eftir tvær umræður á Alþingi. Sama á við um heimild til fullgildingar þjóðréttarsamnings sem kallar á breytingu á lögum eða er að öðrum ástæðum mikilvægur.

Tillögur til þingsályktana sem hafa ekki hlotið lokaafgreiðslu falla niður við lok löggjafarþings.

Tillögur um þingrof eða vantraust á ríkisstjórn eða ráðherra eru ræddar og afgreiddar við eina umræðu.

Að öðru leyti skal kveðið á um meðferð þingmála í lögum.

Skýringar:

Greinin falli út og númer annarra greina í frumvarpinu breytist í samræmi við það. Vísast í rökstuðning við breytingatillögu flutningsmanns við 55. gr. en efnislega er ætlast til þess að valkostur 2 í skýrslu Stjórnlaganefndar (sjá 1. bindi bls. 118) verði notaður.

Í skýringum með tillögu Stjórnlaganefndar segir:
"Sbr. nú 44. gr. stjórnarskrárinnar. Nauðsynlegt er að heimildir til fullgildingar fái sömu þinglegu meðferð og lagafrumvörp ef þjóðréttarsamningar eiga að fá sjálfkrafa gildi sem landslög og ganga framar almennum lögum. Að öðru leyti er eðlilegt að reglur um meðferð þingmála séu settar með almennum lögum, þ.á.m. þingsályktanir um vantraust, skipun rannsóknarnefnda og tillögur fastanefnda."