Breytingatillaga #101
- Silja Bára Ómarsdóttir
Breytingartillaga | Ákvæði eftir breytingu | Ákvæði í frumvarpsdrögum |
---|---|---|
Skilyrt að aukinn meirihluti þingmanna samþykki lög sem ekki má synja eða halda þjóðaratkvæðagreiðslu um. | Alþingi getur því aðeins gert samþykkt um mál að meira en helmingur þingmanna sé á fundi og taki þátt í atkvæðagreiðslu. Eigi að afgreiða lög sem ekki má synja eða setja í þjóðaratkvæðagreiðslu verða 2/3 þingmanna að vera viðstaddir atkvæðagreiðslu.
| Alþingi getur því aðeins gert samþykkt um mál að meira en helmingur þingmanna sé á fundi og taki þátt í atkvæðagreiðslu. |
Skýringar:
Til að tryggja eðlilegt aðhald er nauðsynlegt að aukinn meirihluti þingmanna sé viðstaddur atkvæðagreiðslu þegar um er að ræða mál sem ekki má synja eða setja í þjóðaratkvæðagreiðslu.