Breytingatillaga #100
- Erlingur Sigurðarson
Breytingartillaga | Ákvæði eftir breytingu | Ákvæði í frumvarpsdrögum |
---|---|---|
Breyting til samræmis við B-valkost Stjórnlaganefndar, sjá 1. bindi bls. 118. | Ekkert lagafrumvarp má samþykkja fyrr en það hefur verið rætt við þrjár umræður á Alþingi. Sama á við um heimild til fullgildingar þjóðréttarsamnings sem kallar á breytingu á lögum eða er af öðrum ástæðum mikilvægur. Að öðru leyti skal kveðið á um meðferð þingmála í lögum. | Frumvörp alþingismanna og ríkisstjórnar eru tekin til athugunar og meðferðar í þingnefndum áður en þau eru rædd á Alþingi. Sama á við um þingmál að tillögu kjósenda. Mat á áhrifum lagasetningar skal fylgja frumvörpum samkvæmt nánari ákvæðum í lögum. Lagafrumvarp má ekki samþykkja fyrr en eftir tvær umræður á Alþingi. Frumvörp sem hafa ekki hlotið lokaafgreiðslu falla niður við lok kjörtímabils. |
Skýringar:
Ekki hlýðir að setja Alþingi svo þröngan ramma utan um innra starf sitt eins og í frumvarpiu er gert um meðferð mála, og takmarka með þeim hætti vald þess til að ákveða sjálft hvernig því er best fyrir komið. Því er lagt til að texti 55. og 56 gr. felldur burt, en þess í stað tekin upp B-tillaga stjórnlaganefndar með vísiun í frekari rökstuðnings sem þar er að finna.
Í skýringum með tillögu Stjórnlaganefndar segir:
"Sbr. nú 44. gr. stjórnarskrárinnar. Nauðsynlegt er að heimildir til fullgildingar fái sömu þinglegu meðferð og lagafrumvörp ef þjóðréttarsamningar eiga að fá sjálfkrafa gildi sem landslög og ganga framar almennum lögum. Að öðru leyti er eðlilegt að reglur um meðferð þingmála séu settar með almennum lögum, þ.á.m. þingsályktanir um vantraust, skipun rannsóknarnefnda og tillögur fastanefnda."