Breytingatillaga #97

Við 89. grein. Vantraust

Flytjendur:
  • Vilhjálmur Þorsteinsson
  • Katrín Fjeldsted
BreytingartillagaÁkvæði eftir breytinguÁkvæði í frumvarpsdrögum

2. mgr. orðist svo:

Ráðherra er veitt lausn úr embætti ef meirihluti þingmanna samþykkir tillögu um vantraust á hann. Ríkisstjórn er veitt lausn ef meirihluti þingmanna samþykkir tillögu um vantraust á forsætisráðherra.

Leggja má fram á Alþingi tillögu um vantraust á ráðherra. Í tillögu um vantraust á forsætisráðherra skal felast tillaga um eftirmann hans.
Ráðherra er veitt lausn úr embætti ef meirihluti þingmanna samþykkir tillögu um vantraust á hann. Ríkisstjórn er veitt lausn ef meirihluti þingmanna samþykkir tillögu um vantraust á forsætisráðherra.

Leggja má fram á Alþingi tillögu um vantraust á ráðherra. Í tillögu um vantraust á forsætisráðherra skal felast tillaga um eftirmann hans.

Ráðherra er veitt lausn úr embætti ef tillaga um vantraust á hann er samþykkt. Ríkisstjórn er veitt lausn ef tillaga um vantraust á forsætisráðherra er samþykkt.

Skýringar:

Tillagan er á vegum B-nefndar.

Orðalagi er breytt þannig að ljóst sé að meirihluti þingmanna (ekki aðeins meirihluti þeirra sem greiðir atkvæði) þarf að samþykkja vantrauststillögu. Þetta er til samræmis við ákvæði um kosningu forsætisráðherra við stjórnarmyndun, þar sem segir að forsætisráðherra sé rétt kjörinn ef meirihluti þingmanna samþykkir tillögu um hann. Þegar um stjórnarmyndun eða vantraust er að ræða verður að vera fyrir hendi meirihluti þingheims þannig að ný stjórn hafi hreint umboð þingsins. Þessi áskilnaður er að t.d. þýskri fyrirmynd, sbr. 67. gr. þýsku stjórnarskrárinnar:
(1) Der Bundestag kann dem Bundeskanzler das Mißtrauen nur dadurch aussprechen, daß er mit der Mehrheit seiner Mitglieder einen Nachfolger wählt und den Bundespräsidenten ersucht, den Bundeskanzler zu entlassen. Der Bundespräsident muß dem Ersuchen entsprechen und den Gewählten ernennen.
Þýski forsetinn skal fara að ósk þingsins og skipa þann kanslara sem þingið valdi í vantrauststillögunni, sem samþykkt var af meirihluta þingmanna (Mehrheit seiner Mitglieder).