Breytingatillaga #94

Við 21. grein. Menntun

Flytjendur:
  • Þorvaldur Gylfason
  • Silja Bára Ómarsdóttir
  • Katrín Oddsdóttir
  • Illugi Jökulsson
  • Arnfríður Guðmundsdóttir
BreytingartillagaÁkvæði eftir breytinguÁkvæði í frumvarpsdrögum

Í 3. mgr. bætist við textinn „vitund um mannréttindi og lýðræðisleg réttindi og skyldur.“

Öllum skal tryggður í lögum réttur til almennrar menntunar.

Öllum skal standa til boða grunnskólamenntun án endurgjalds.

Menntun skal miða að alhliða þroska hvers og eins, gagnrýnni hugsun og vitund um mannréttindi, lýðræðisleg réttindi og skyldur.

 

Öllum skal tryggður í lögum réttur til almennrar menntunar.

Öllum skal standa til boða grunnskólamenntun án endurgjalds.

Menntun skal miða að alhliða þroska hvers og eins, gagnrýnni hugsun og vitund um lýðræðisleg réttindi og skyldur.

Skýringar:

Áhersla lögð á þekkingu borgaranna á mannréttindum sínum, allt í gegnum skólakerfið. T.d. mætti hugsa sér dag stjórnarskrárinnar, þar sem börnum og ungmennum gefst kostur á að vinna með texta hennar og tileinka sér hann.