Breytingatillaga #93

Við 104. grein. Nálægðarregla

Flytjendur:
  • Katrín Fjeldsted
  • Gísli Tryggvason
BreytingartillagaÁkvæði eftir breytinguÁkvæði í frumvarpsdrögum

Við greinina bætist orðin „eða samtaka í umboði þeirra“.

Á hendi sveitarfélaga, eða samtaka í umboði þeirra, eru þeir þættir opinberrar þjónustu sem best þykir fyrir komið í héraði svo sem nánar skal kveðið á um í lögum.

Á hendi sveitarfélaga eru þeir þættir opinberrar þjónustu sem best þykir fyrir komið í héraði svo sem nánar skal kveðið á um í lögum.

Skýringar:

Tillagan er á vegum B-nefndar.

Um er að ræða breytingu sem nefndin hafði samþykkt á fundi en var fyrir mistök ekki kynnt á síðasta ráðsfundi þar sem breytingar voru afgreiddar inn í áfangaskjal.


Með orðalaginu „eða samtaka í umboði þeirra“ í tillögunni er ekki aðeins átt við fyrirliggjandi samtök sveitarfélaga sjálfra, þ.e. Samband íslenskra sveitarfélaga og landshlutasamtök þeirra, eða allsherjarréttarlegan samstarfsgrundvöll þeirra, byggðasamlög, heldur er með þessu orðavali einnig gefið til kynna að sveitarfélög geti framselt umsýslu með þjónustu, sem þeim ber að veita lögum samkvæmt, til einkaréttarlegra aðila. Sem dæmi um slíka aðila má nefna samtök sem ekki hafa arðsemismarkmið, svo sem foreldrafélög, notendasamtök, samvinnufélög, sjálfseignarstofnanir og önnur slík samtök en nefna má að sjálfseignarstofnanir hafa lengi verið mikilvirkar í sambandi við rekstur eða umsjón öldrunarþjónustu - en yfirleitt á kostnað hins opinbera. Í slíkri heimild til framsals á umsýslu þjónustu felst ekki að sveitarfélög geti skotið sér undan lögbundnum skyldum sínum.