Breytingatillaga #91

Við 71. grein. Þingrof

Flytjendur:
  • Vilhjálmur Þorsteinsson
  • Katrín Fjeldsted
BreytingartillagaÁkvæði eftir breytinguÁkvæði í frumvarpsdrögum

1. málsl. orðist svo:

„Forseti Íslands rýfur Alþingi að ályktun þess.“

 

Forseti Íslands rýfur Alþingi að ályktun þess. Skal þá efnt til nýrra kosninga eigi fyrr en sex vikum og eigi síðar en níu vikum frá þingrofi. Alþingismenn halda umboði sínu til kjördags.

Forseti Íslands getur rofið Alþingi að ósk þess. Skal þá efnt til nýrra kosninga eigi fyrr en sex vikum og eigi síðar en níu vikum frá þingrofi. Alþingismenn halda umboði sínu til kjördags.

Skýringar:

Tillagan er á vegum B-nefndar.

Breyting að tillögu Eiríks Tómassonar og endurspeglar betur hugsun nefndarinnar (og stjórnlaganefndar) en orðalagið sem nú stendur. Vilji B-nefndar hefur frá upphafi verið að þingið hafi þingrofsréttinn. Ekki hefur staðið til að veita forseta Íslands sjálfstætt val um það hvort hann fer að tillögu Alþingis, og er orðalagið gert skýrt hvað það varðar.