Breytingatillaga #89
Við 56. grein. Meðferð þingsályktunartillagna og annarra þingmála
- Vilhjálmur Þorsteinsson
- Katrín Fjeldsted
Breytingartillaga | Ákvæði eftir breytingu | Ákvæði í frumvarpsdrögum |
---|---|---|
Greinin orðist svo: Þingsályktunartillögur ríkisstjórnar eru teknar til athugunar og meðferðar í þingnefndum áður en þær eru ræddar á Alþingi. Tillögu til þingsályktunar má ekki samþykkja fyrr en eftir tvær umræður á Alþingi. Tillögur til þingsályktana sem hafa ekki hlotið lokaafgreiðslu falla niður við lok löggjafarþings. Tillögur um þingrof eða vantraust á ráðherra eru ræddar og afgreiddar við eina umræðu. Að öðru leyti skal kveðið á um meðferð þingmála í lögum. | Þingsályktunartillögur ríkisstjórnar eru teknar til athugunar og meðferðar í þingnefndum áður en þær eru ræddar á Alþingi. Tillögu til þingsályktunar má ekki samþykkja fyrr en eftir tvær umræður á Alþingi. Tillögur til þingsályktana sem hafa ekki hlotið lokaafgreiðslu falla niður við lok löggjafarþings. Tillögur um þingrof eða vantraust á ráðherra eru ræddar og afgreiddar við eina umræðu. Að öðru leyti skal kveðið á um meðferð þingmála í lögum.
| Tillögur ríkisstjórnar eru teknar til athugunar og meðferðar í þingnefndum áður en þær eru ræddar á Alþingi. Tillögu til þingsályktunar má ekki samþykkja fyrr en eftir tvær umræður á Alþingi. Sama á við um heimild til fullgildingar þjóðréttarsamnings sem kallar á breytingu á lögum eða er að öðrum ástæðum mikilvægur. Tillögur til þingsályktana sem hafa ekki hlotið lokaafgreiðslu falla niður við lok löggjafarþings. Tillögur um þingrof eða vantraust á ríkisstjórn eða ráðherra eru ræddar og afgreiddar við eina umræðu. Að öðru leyti skal kveðið á um meðferð þingmála í lögum. |
Skýringar:
Tillagan er á vegum B-nefndar. Í henni er brugðist við ábendingum sérfræðinga og orðalagi breytt til að skýra það og einfalda. Ekki er um efnisbreytingar að ræða.
Lagt er til að orðin „eða ríkisstjórn“ falli brott í 4. mgr. þar sem í vantraustsgreininni er aðeins vísað til vantrausts á ráðherra. Vantraust á forsætisráðherra felur í sér vantraust á ríkisstjórn.
Þá falli brott málsliðurinn „Sama á við um heimild til fullgildingar þjóðréttarsamnings...“ þar sem slík heimild er í formi þingsályktunar og óþarfi að tvítaka.
Þá er talað um þingsályktunartillögur ríkisstjórnar í 1. mgr. í stað tillagna, m.a. að ábendingu Írisar Lindar Sæmundsdóttur.