Breytingatillaga #86
- Vilhjálmur Þorsteinsson
- Katrín Fjeldsted
Breytingartillaga | Ákvæði eftir breytingu | Ákvæði í frumvarpsdrögum |
---|---|---|
Ný 2. mgr. orðist svo: Ráðherrar geta lagt fyrir Alþingi frumvörp til laga og tillögur til ályktana í umboði ríkisstjórnarinnar. | Alþingismenn hafa rétt til að flytja frumvörp til laga, tillögur til ályktana og önnur þingmál. | Alþingsmenn hafa rétt til að flytja frumvörp til laga, tillögur til ályktana og önnur þingmál. |
Skýringar:
Tillagan er á vegum B-nefndar.
Margir sem sent hafa álit, og ýmsir í Stjórnlagaráði, hafa talið að ferli stjórnarfrumvarpa væri óskýrt skv. tillögum nefndar B og þá sérstaklega hlutverk ráðherra. Hér er lagt til að skýrt sé að ráðherrar geti lagt fyrir Alþingi (sbr. orðalag núverandi 25. gr. um stjórnarfrumvörp) frumvörp til laga og tillögur til ályktana fyrir hönd og í umboði ríkisstjórnarinnar. Ráðherra ber þá ábyrgð á framlagningu málsins f.h. ríkisstjórnarinnar. Hér er átt við þau frumvörp og tillögur sem ríkisstjórn hefur samþykkt að leggja fram, sbr. grein um ríkisstjórn. Ekki er átt við að ráðherrar hafi sjálfstæðan rétt til flutnings frumvarpa, eins og nú er. Sá réttur er felldur niður enda sitja ráðherrar ekki á þingi. Þetta atriði er í samræmi við tillögu stjórnlaganefndar.