Breytingatillaga #84

Við 1. grein. Handhafar ríkisvalds

Flytjendur:
  • Þorkell Helgason
BreytingartillagaÁkvæði eftir breytinguÁkvæði í frumvarpsdrögum

Lagt er til að tekið sé upp úr lýðveldisstjórnarskránni að Ísland sé lýðveldi og að forseti Íslands sé þjóðhöfðingi. Upphaf forsetakaflans, 74. gr., breytist þá að sama skapi.

Ísland er lýðveldi. Forseti Íslands er þjóðhöfðingi lýðveldisins

Alþingi fer með löggjafarvaldið í umboði þjóðarinnar.

Ráðherrar, ríkisstjórn og önnur stjórnvöld, í umboði Alþingis, fara með framkvæmdarvaldið ásamt forseta Íslands.

Hæstiréttur Íslands og aðrir dómstólar fara með dómsvaldið.

 

Alþingi fer með löggjafarvaldið í umboði þjóðarinnar.

Ráðherrar, ríkisstjórn og önnur stjórnvöld, í umboði Alþingis, fara með framkvæmdarvaldið ásamt forseta Íslands.

Hæstiréttur Íslands og aðrir dómstólar fara með dómsvaldið.

Skýringar:

Það er óviðeigandi að forsetinn, úr því að embættinu er við haldið, sé ekki nefndur í undirstöðukaflanum. Flutningsmaður unir því að nefnd A vinni úr þessari tillögu.