Breytingatillaga #84
- Þorkell Helgason
Breytingartillaga | Ákvæði eftir breytingu | Ákvæði í frumvarpsdrögum |
---|---|---|
Lagt er til að tekið sé upp úr lýðveldisstjórnarskránni að Ísland sé lýðveldi og að forseti Íslands sé þjóðhöfðingi. Upphaf forsetakaflans, 74. gr., breytist þá að sama skapi. | Ísland er lýðveldi. Forseti Íslands er þjóðhöfðingi lýðveldisins Alþingi fer með löggjafarvaldið í umboði þjóðarinnar. Ráðherrar, ríkisstjórn og önnur stjórnvöld, í umboði Alþingis, fara með framkvæmdarvaldið ásamt forseta Íslands. Hæstiréttur Íslands og aðrir dómstólar fara með dómsvaldið.
| Alþingi fer með löggjafarvaldið í umboði þjóðarinnar. Ráðherrar, ríkisstjórn og önnur stjórnvöld, í umboði Alþingis, fara með framkvæmdarvaldið ásamt forseta Íslands. Hæstiréttur Íslands og aðrir dómstólar fara með dómsvaldið. |
Skýringar:
Það er óviðeigandi að forsetinn, úr því að embættinu er við haldið, sé ekki nefndur í undirstöðukaflanum. Flutningsmaður unir því að nefnd A vinni úr þessari tillögu.