Breytingatillaga #82
Við 65. grein. Framkvæmd undirskriftasöfnunar og þjóðaratkvæðagreiðslu
- Silja Bára Ómarsdóttir
- Katrín Oddsdóttir
- Illugi Jökulsson
- Freyja Haraldsdóttir
- Erlingur Sigurðarson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
Breytingartillaga | Ákvæði eftir breytingu | Ákvæði í frumvarpsdrögum |
---|---|---|
Í staðinn fyrir að lög um ríkisborgararétt séu undanskilin er sett inn bann við þjóðaratkvæðagreiðslum um lög sem ganga í berhögg við jafnræðisreglu. | Mál sem lagt er í þjóðaratkvæðagreiðslu samkvæmt ákvæðum þessa kafla skal varða almannahag. Hvorki er hægt að krefjast atkvæðagreiðslu um fjárlög, fjáraukalög, lög sem sett eru til að framfylgja þjóðréttarskuldbindingum né heldur um skattamálefni. Ekki er hægt að krefjast atkvæðagreiðslu um lög sem ganga í berhögg við jafnræðisreglu stjórnarskrár þessarar. Heimilt er að vísa frá málum sem uppfylla ekki ofangreind skilyrði eða eru ekki þingtæk að öðru leyti. Í lögum skal kveðið á um framkvæmd málskots eða frumkvæðis kjósenda, svo sem um form og fyrirsvar fyrir kröfunni, tímalengd til söfnunar undirskrifta og um fyrirkomulag þeirra, hverju megi til kosta við kynningu, hvernig afturkalla megi kröfuna að fengnum viðbrögðum Alþingis svo og um hvernig haga skuli atkvæðagreiðslu.
| Mál sem lagt er í þjóðaratkvæðagreiðslu samkvæmt ákvæðum þessa kafla skal varða almannahag. Hvorki er hægt að krefjast atkvæðagreiðslu um fjárlög, fjáraukalög, lög sem sett eru til að framfylgja þjóðréttarskuldbindingum né heldur um skattamálefni og ríkisborgararétt. Heimilt er að vísa frá málum sem uppfylla ekki ofangreind skilyrði eða eru ekki þingtæk að öðru leyti. Í lögum skal kveðið á um framkvæmd málskots eða frumkvæðis kjósenda, svo sem um form og fyrirsvar fyrir kröfunni, tímalengd til söfnunar undirskrifta og um fyrirkomulag þeirra, hverju megi til kosta við kynningu, hvernig afturkalla megi kröfuna að fengnum viðbrögðum Alþingis svo og um hvernig haga skuli atkvæðagreiðslu. |
Skýringar:
Hér er lögð til breyting á því að lög um ríkisborgararétt skuli undanskilin þjóðaratkvæðagreiðslu en í staðinn verði bannað að krefjast slíkra atkvæðagreiðsla um lög sem ganga í berhögg við jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Þannig er tryggt að ekki verði hægt að framkvæma atkvæðagreiðslur um lög sem eru til þess fallin að mismuna minnihlutahópum.
Ekki er sérstaklega rökrétt að undanskilja aðeins lög um ríkisborgararétt en sú regla er fengin úr skýrslu Stjórnlaganefndar sem rökstyður ekki hvers vegna sú takmörkun er tekin upp úr 42. gr. dönsku stjórnarskrárinnar frekar en ýmsar aðrar sem þar má finna. Eftirfarandi efnisflokkar eru undanskildir í dönsku stjórnarskránni:
Finance Bills, Supplementary Appropriation Bills, Provisional Appropriation Bills, Government Loan Bills, Civil Servants (Amendment) Bills, Salaries and Pensions Bills, Naturalization Bills, Expropriation Bills, Taxation (Direct and Indirect) Bills, as well as Bills introduced for the purpose of discharging existing treaty obligations shall not be submitted to decision Referendum.
Sú takmörkun sem finnst í dönsku skránni um að lög um ríkisborgararétt skuli undanskilin er afar sérstök og fylgir ekki breiðum efnisflokkum sem almennt eru undanskildir. Í handbók IDEA um beint lýðræði er fjallað um slíkar undanþágur á bls. 105:
"Issues that cannot be the subject of an agenda initiative may include amendments to the constitution (as in Austria, Brazil, Cape Verde, Thailand), the adoption of international treaties (Austria, Mali, Peru), taxes and public expenditure commitments (Albania, Burkina Faso, Uruguay) or issues of devolution (Niger). Issues that are excluded from the agenda initiative procedure are therefore sometimes of great public interest, and are often politically controversial. Such exclusions may therefore weaken the agenda initiative instrument." (sjá: http://www.idea.int/publications/direct_democracy/upload/DDH_inlay_low.pdf )
Það er mat flutningsmanna að það sé ekki heppilegt að girða fyrir það ef t.d. auðmönnum yrðu veittir ríkisborgararéttur gegn greiðslu, hefði þjóðin möguleika á að eiga síðasta orðið um slíka tilhögun. Hins vegar er ljóst að eins og ákvæðið er í núverandi tillögum Stjórnlagaráðs væri hægt að krefjast atkvæðagreiðslu um ýmis mál sem myndu mismuna viðkvæmum hópum þjóðfélagsins.
Ekki þykir rétt að fara þá leið sem Slóvakar fara og takmarka í stjórnarskrá allar þjóðaratkvæðagreiðslur sem skerða "basic rights and liberties" þar sem slík undanþáguheimild væri of víðtæk að mati flutningsmanna. Um slóvensku leiðina segir á bls. 83 í fyrrgreindri handbók IDEA: " In favour of this it may be argued that the fundamental guarantees contained in a democratic constitution should not be at the disposal of a majority or even a super majority in a vote".
Hér er farin þrengri leið sem nær að mati flutningsmanna sama tilgangi, þ.e. að tryggja vernd mannréttinda út frá mismunun til að skilgreina sem undantekningar lög sem ganga gegn jafnræðisreglu.
Er vakin athygli á því að jafnvel þó jafnræðisregla stjórnarskrár myndi tryggja það að dómstólar myndu telja lög sem hefðu verið samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu um, t.d. að banna svertingjum að sækja skemmtistaði, andstæð henni er það hörmuleg tilhugsun að hægt væri að krefjast slíkrar atkvæðagreiðslu og er með tillögunni gerð tilraun til að forða íslensku lýðræði frá slíkum atkvikum í framtíðinni.