Breytingatillaga #81
- Vilhjálmur Þorsteinsson
- Katrín Fjeldsted
Breytingartillaga | Ákvæði eftir breytingu | Ákvæði í frumvarpsdrögum |
---|---|---|
Ákvæðið verður tvær greinar. 1. gr. orðist svo: Ísland er lýðveldi með þingræðisstjórn. 2. gr. orðist svo: Alþingi fer með löggjafarvaldið í umboði þjóðarinnar. Forseti Íslands, ráðherrar og ríkisstjórn og önnur stjórnvöld fara með framkvæmdarvaldið. Hæstiréttur Íslands og aðrir dómstólar fara með dómsvaldið. | 1. gr. Ísland er lýðveldi með þingræðisstjórn. 2. gr. Alþingi fer með löggjafarvaldið í umboði þjóðarinnar. Forseti Íslands, ráðherrar og ríkisstjórn og önnur stjórnvöld fara með framkvæmdarvaldið. Hæstiréttur Íslands og aðrir dómstólar fara með dómsvaldið. | Alþingi fer með löggjafarvaldið í umboði þjóðarinnar. Ráðherrar, ríkisstjórn og önnur stjórnvöld, í umboði Alþingis, fara með framkvæmdarvaldið ásamt forseta Íslands. Hæstiréttur Íslands og aðrir dómstólar fara með dómsvaldið. |
Skýringar:
B-nefnd gerði ráð fyrir að í aðfaraorðum yrði kveðið á um grundvallaratriði á borð við það að Ísland sé lýðveldi og um þingræði. Nú virðist ljóst að svo verður ekki. Því er gerð tillaga um undirstöðugrein sem innifelur þessi grundvallaratriði, sbr. 1. gr.
Í stað núverandi 1. gr. um að Ísland sé lýðveldi með þingbundinni stjórn kemur yfirlýsing um að Ísland sé lýðveldi með þingræðisstjórn (parliamentary democracy). Það er nútímalegra orðalag og skýrt hver merking þess er.
Margir hafa hnýtt í knosað orðalag B-nefndar um framkvæmdarvaldið og ljóst að breyting á því horfir til aukinnar sáttar. Því er lagt til að sú málsgrein sé færð til hefðbundins horfs, sem er einfalt og beint af augum. Ákvæði um handhafa ríkisvalds stendur nú sjálfstætt.
Haldið er í tillögu stjórnlaganefndar varðandi dómsvaldið, sem á sér samsvörun í stjórnarskrám nágrannalanda.
<!--[if !supportLineBreakNewLine]-->
<!--[endif]-->