Breytingatillaga #80
- Andrés Magnússon
Breytingartillaga | Ákvæði eftir breytingu | Ákvæði í frumvarpsdrögum |
---|---|---|
Eftirfarandi ákvæði falli brott: Enginn skattur verður lagður á nema heimild hafi verið fyrir honum í lögum þegar þau atvik urðu sem ráða skattskyldu. Í stað kemur: Kveða má á í lögum að enginn skattur verður lagður á nema heimild hafi verið fyrir honum í lögum þegar þau atvik urðu sem ráða skattskyldu.
| Skattamálum skal skipað með lögum. Engan skatt má á leggja né breyta né af taka nema með lögum. Ekki má fela stjórnvöldum ákvörðun um hvort leggja skuli á skatt, breyta honum eða afnema hann. Kveða má á í lögum að enginn skattur verður lagður á nema heimild hafi verið fyrir honum í lögum þegar þau atvik urðu sem ráða skattskyldu. | Skattamálum skal skipað með lögum. Engan skatt má á leggja né breyta né af taka nema með lögum. Ekki má fela stjórnvöldum ákvörðun um hvort leggja skuli á skatt, breyta honum eða afnema hann. Enginn skattur verður lagður á nema heimild hafi verið fyrir honum í lögum þegar þau atvik urðu sem ráða skattskyldu. |
Skýringar:
Lagt er til að 3. mgr verði útfært í lögum en ekki í stjórnarskrá. Lagaákvæði mun áfram veita þá vernd sem þessu ákvæði var ætlað að gefa, en með því að veita því ekki stjórnarskrárvernd er opnað fyrir möguleika á því að löggjafinn geti farið skattlagningarleið til þess að endurheimta hluta þeirra fjármuna sem komist hafa í hendur fjármálamanna við það að ríkið hefur greitt afleiðingar gerða þeirra, t.d. við veðmál, stöðutöku gegn íslensku krónunni, útgreiddan arð o.s.fr.
Það er ýmislegt sem bendir til þess að þetta ákvæði þurfi ekki að vera stjórnarskrárvarið.
• Þetta ákvæði er tiltölulega nýtt, kom inn í stjórnarskrána 1995
• Sambærilegt ákvæði hefur ekki fundist í stjórnarskrám annarra landa
Í sumum löndum er ásælni skattayfirvalda þjóðfélagsvandamál. Á Íslandi hefur vandamálið undanfarin ár verið einmitt hið gagnstæða; að eignir hafa í stórum stíl runnið frá ríkinu (sameign landsmanna) til einkaaðila, eða til þess að borga töp einkaaðila. Þetta hefur almenningur upplifað sem þungar byrgðir og það hefur sært réttlætiskennd hans. Sama tilfinningin er ríkjandi í dag um mestallan heim. Það má ekki gera hugsanlegar endurheimtur þessara fjármuna erfiðari með séríslenskum íþyngjandi stjórnarskrárákvæðum.
Aðeins er hér lögð til smávægileg breyting við eina af þremur mgr. 69. gr. Greinargerð nefndar B stendur óbreytt, nema þar sem þarf að færa í nýrra horf ef þessi breytingartillaga verður samþykkt. Greinargerðin var þannig:
Lítilega breytt ákvæði, gildandi 77. og 1. mgr. 40. gr.
Stjórnlaganefnd hróflaði ekki við ákvæðum er varða skipan skattamála. Ekki var talin þörf á að endurskoða ákvæði um skattlagningu þ.e. tekjuhlið ríkissjóðs. Fallist er á þá röksemdarfærslu.
Árið 1995 var samþykkt gildandi ákvæði um skipan skattamála með öðrum stjórnarskrárbreytingum um mannréttindi. Ráðið taldi rétt að færa ákvæðið á einn stað í stjórnarskránni og eigi það heima með öðrum greinum um fjárstjórnarvald, greiðslur úr ríkissjóði o.s.frv. fremur en í mannréttindakafla. Þar sem talsvert var um tvítekningar milli ákvæða 77. gr. og 40. gr. voru ákvæðin sameinuð að því marki sem orðalag var eins, sbr. 1. mgr. Engar efnislegar breytingar voru hins vegar gerðar eða ætlun að hróflað yrði við gildandi rétti varðandi meðferð skattlagningarvalds. Áfram gildi ströng lagaáskilnaðarregla um skattlagningu, því sé óheimilt að framselja