Breytingatillaga #78

Við 41. grein. Gildi kosninga

Flytjendur:
  • Pawel Bartoszek
BreytingartillagaÁkvæði eftir breytinguÁkvæði í frumvarpsdrögum

Úrskurðum landskjörstjórnar má skjóta til dómstóla.

Alþingi kýs landskjörstjórn til þess að úrskurða um gildi forsetakosningar, kosninga til Alþingis svo og þjóðaratkvæðagreiðslna.

Landskjörstjórn gefur út kjörbréf forseta og þingmanna og úrskurðar hvort þingmaður hafi misst kjörgengi. Um störf landskjörstjórnar fer eftir nánari fyrirmælum í lögum.

Úrskurðum landskjörstjórnar má skjóta til dómstóla.

 

Alþingi kýs landskjörstjórn til þess að úrskurða um gildi forsetakosningar, kosninga til Alþingis svo og þjóðaratkvæðagreiðslna.

Landskjörstjórn gefur út kjörbréf forseta og þingmanna og úrskurðar hvort þingmaður hafi misst kjörgengi. Um störf landskjörstjórnar fer eftir nánari fyrirmælum í lögum.

Skýringar:

Hér er hnykkt á því að úrskurðir landskjörstjórnar eru stjórnvaldsúrskurðir sem skjóta má til almennra dómstóla eftir því sem nánar er kveðið á um í lögum.

Þetta var alla tíð ætlun ráðsins að svo yrði en í ljósi þess að úrskurðir Alþingis um kjörgengi þingmanna eru í dag endanlegir þótti rétt að hnykkja á umræddu fyrirkomulagi í ákvæðunum sjálfum.

Nánari lýsingu á því hvernig standa skuli að kærum á úrslitum kosninga, til hvaða dómstóls þær skulu kærðar og við hvaða aðstæður eigi að ógilda kosningu einstaka þingmanns eða kosningarnar í heild sinni er ætlað að eiga heima í almennum lögum.