Breytingatillaga #73

Við 84. grein. Ráðherrar

Flytjendur:
  • Þorkell Helgason
  • Katrín Oddsdóttir
BreytingartillagaÁkvæði eftir breytinguÁkvæði í frumvarpsdrögum

3. mgr. orðist svo:

Enginn getur gegnt ráðherraembætti lengur en 12 ár.

Ráðherrar eru æðstu handhafar framkvæmdarvalds hver á sínu sviði. Þeir bera hver fyrir sig ábyrgð á málefnum ráðuneyta og stjórnsýslu sem undir þá heyrir.

Geti ráðherra ekki fjallað um mál vegna vanhæfis, fjarveru eða annarra ástæðna felur forsætisráðherra það öðrum ráðherra.

Enginn getur gegnt ráðherraembætti lengur en 12 ár.

 

Ráðherrar eru æðstu handhafar framkvæmdarvalds hver á sínu sviði. Þeir bera hver fyrir sig ábyrgð á málefnum ráðuneyta og stjórnsýslu sem undir þá heyrir.

Geti ráðherra ekki fjallað um mál vegna vanhæfis, fjarveru eða annarra ástæðna felur forsætisráðherra það öðrum ráðherra.

Enginn getur gegnt sama ráðherraembætti lengur en 8 ár.

Skýringar:

Lagt er til að takmörkun á embættistíma ráðherra miðist ekki aðeins við "sama" ráðuneyti heldur taki það til ráðherradóms í heild sinni. Bæði er að deila má um hvað sé "sama" ráðuneyti og auk þess má sneiða hjá markmiði ákvæðisins með því að færa ráðherra til. Til mótvægis er lagt til að tímabilið lengist úr 8 í 12 ár og er þá tekið mið af ábendingu forsætisráðuneytisins til ráðsins.