Flytjendur:
  • Lýður Árnason
  • Andrés Magnússon
BreytingartillagaÁkvæði eftir breytinguÁkvæði í frumvarpsdrögum

3. ákvæði, 70. gr.  Eignir og skuldbindingar ríkisins: Bætt verði við:

Ríkisfyrirtæki verða aðeins einkavædd með almennri sölu hlutabréfa á opnum markaði.

Ekki má selja eða láta með öðru móti af hendi fasteignir ríkisins né afnotarétt þeirra nema samkvæmt heimild í lögum. Ríkisfyrirtæki verða aðeins einkavædd með almennri sölu hlutabréfa á opnum markaði. Um ráðstöfun annarra eigna ríkisins fer að lögum.

 

Ekki má taka lán eða undirgangast ábyrgðir er skuldbinda ríkið nema með lögum.

Stjórnvöldum er óheimilt að ábyrgjast fjárhagslegar skuldbindingar einkaaðila. Með lögum má þó kveða á um slíka ríkisábyrgð vegna almannahagsmuna.

Ekki má selja eða láta með öðru móti af hendi fasteignir ríkisins né afnotarétt þeirra nema samkvæmt heimild í lögum. Um ráðstöfun annarra eigna ríkisins fer að lögum.

Skýringar:

Sala ríkiseigna er viðkvæmt málefni. Mikil einkavæðing ríkisfyrirtækja hefur átt sér stað víða í hinum vestræna heimi á undanförnum árum, einnig á Íslandi. Það er nokkuð misjafnt eftir löndum hvernig staðið er að sölu ríkisfyrirtækja. Það er mikilvægt að almenningur treysti því að söluferli ríkiseigna sé sanngjarnt og heiðarlegt. Það getur grafið undan trausti almennings ef ríkisfyrirtæki eru seld einum aðila fyrirfram. Í sumum löndum hefur þess verið gætt að sérhvert hlutabreif í einkavæddu ríkisfyrirtæki er boðið til kaups í kauphöllinni, og ræður framboð og eftirspurn verði hlutabréfa. Þess er vandlega gætt að þau eru ekki seld í kippum eða að ákveðnir aðilar fái forgang sem „kjölfjárfestar". Það er ekki tekin afstaða til þess hvort hærra verð fáist fyrir eignina með þessu móti, ávinningurinn er fyrst og fremst sá að öllum almenningi stóðu hlutabréfin til boða og að markaðsverð réð verðlagningunni, þannig að almenningur treysti söluferlinu. Misbrestur hefur verið á þessu hérlendis. Breytingartillaga sem hér er kynnt á að tryggja að þessi háttur sé hafður á um sölu ríkisfyrirtækja á Íslandi.