Breytingatillaga #64

Við 88. grein. Stjórnarmyndun

Flytjendur:
  • Andrés Magnússon
BreytingartillagaÁkvæði eftir breytinguÁkvæði í frumvarpsdrögum

Við 4. mgr. bætist svofelldur málsliður: "Hluti ráðherra skal ekki vera úr röðum alþingismanna, forseti gerir tillögu að þeim en forsætisráðherra þarf að samþykkja þá".

Alþingi kýs forsætisráðherra.

Eftir að hafa ráðfært sig við þingflokka og þingmenn gerir forseti Íslands tillögu til þingsins um forsætisráðherra. Er hann rétt kjörinn ef meirihluti þingmanna samþykkir tillöguna. Að öðrum kosti gerir forseti Íslands nýja tillögu með sama hætti. Verði sú tillaga ekki samþykkt fer fram kosning í þinginu milli þeirra sem fram eru boðnir af þingmönnum, þingflokkum eða forseta Íslands. Sá er flest atkvæði hlýtur er rétt kjörinn forsætisráðherra.

Hafi forsætisráðherra ekki verið kjörinn innan tíu vikna skal Alþingi rofið og boðað til nýrra kosninga.

Forsætisráðherra ákveður skipan ráðuneyta og tölu ráðherra og skiptir störfum með þeim, en ráðherrar skulu ekki vera fleiri en tíu. Hluti ráðherra skal ekki vera úr röðum alþingismanna, forseti gerir tillögu að þeim en forsætisráðherra þarf að samþykkja þá.

Forseti Íslands skipar forsætisráðherra í embætti og veitir honum lausn. Forsætisráðherra skipar aðra ráðherra og veitir þeim lausn.

Ráðherrar undirrita eiðstaf að stjórnarskránni er þeir taka við embætti.

 

 

Alþingi kýs forsætisráðherra.

Eftir að hafa ráðfært sig við þingflokka og þingmenn gerir forseti Íslands tillögu til þingsins um forsætisráðherra. Er hann rétt kjörinn ef meirihluti þingmanna samþykkir tillöguna. Að öðrum kosti gerir forseti Íslands nýja tillögu með sama hætti. Verði sú tillaga ekki samþykkt fer fram kosning í þinginu milli þeirra sem fram eru boðnir af þingmönnum, þingflokkum eða forseta Íslands. Sá er flest atkvæði hlýtur er rétt kjörinn forsætisráðherra.

Hafi forsætisráðherra ekki verið kjörinn innan tíu vikna skal Alþingi rofið og boðað til nýrra kosninga.

Forsætisráðherra ákveður skipan ráðuneyta og tölu ráðherra og skiptir störfum með þeim, en ráðherrar skulu ekki vera fleiri en tíu.

Forseti Íslands skipar forsætisráðherra í embætti og veitir honum lausn. Forsætisráðherra skipar aðra ráðherra og veitir þeim lausn.

Ráðherrar undirrita eiðstaf að stjórnarskránni er þeir taka við embætti.

Skýringar:

Þetta er breytingartillaga við áður framkomna breytingartillögu þessa ákvæðis.

Í núverandi frumvarpsdrögum er gert ráð fyrir því að forsætisráðherra skipi aðra ráðherra.  Því má búast við því að þeir utanstjórnarráðherrar verða valdir sem fylgja forsætisráðherra að málum, þetta fyrirkomulag dreifir því ekki mikið völdum. Til þess að val á utanþingsráðherrum verði fjölbreyttra, og að stjórnmálaviðhorf og flokksviðhorf þrengi ekki um of val á utanþingsráðherrum, er hér lagt til að tillögur um utanþingsráðherra komi frá forseta.  Þingræðisreglu er þó gætt með því að forsætisráðherra þarf að samþykkja tilnefninguna og hefur skipunarvaldið.