Breytingatillaga #63

Við 101. grein. Lögspurning til Hæstaréttar

Flytjendur:
  • Gísli Tryggvason
BreytingartillagaÁkvæði eftir breytinguÁkvæði í frumvarpsdrögum

Orðin „ríkisstjórn, sveitarstjórn“ bætist við í 101. gr.

Þingnefnd, þriðjungur þingmanna, ríkisstjórn, sveitarstjórn, eða forseti Íslands, geta vísað til Hæstaréttar að dæma hvort lög, stjórnarathafnir eða athafnaleysi stjórnvalda samrýmist stjórnarskrá.

Þingnefnd, þriðjungur þingmanna, eða forseti Íslands, geta vísað til Hæstaréttar að dæma hvort lög, stjórnarathafnir eða athafnaleysi stjórnvalda samrýmist stjórnarskrá.

Skýringar:

Eðlilegt þykir að auk fulltrúa innan Alþingis sem aðalhandhafa löggjafar-, fjárstjórnar- og eftirlitsvalds, þ.e. þingnefndar og þriðjungs þingmanna, og forseta Íslands sé aðalhandhöfum framkvæmdarvalds í héraði og miðstjórn bætt við þá aðila sem spurt geta Hæstarétt lögspurninga um hvort lög, stjórnarathafnir eða athafnaleysi stjórnvalda.

Á það ekki síst við um sveitarstjórnir í ljósi þess að sjálfstæði sveitarfélaga er aukið með frumvarpi þessu og réttur þeirra meiri. Lögðu fulltrúar Sambands íslenskra sveitarfélaga áherslu á í erindi sínu til Stjórnlagaráðs að þeim yrðu tryggð réttarfarsleg úrræði til að ná rétti sínum. Flutningsmaður tekur undir það.

Þá þykir ekki óeðlilegt að ríkisstjórn eigi frumkvæðisrétt að slíkum lögspurningum en síður einstakir ráðherrar enda er í frumvarpi þessu lögð aukin áhersla á samstöðu ríkisstjórnar.