Breytingatillaga #58

Við 111. grein. Stjórnarskrárbreytingar

Flytjendur:
  • Þórhildur Þorleifsdóttir
  • Þorkell Helgason
  • Eiríkur Bergmann Einarsson
BreytingartillagaÁkvæði eftir breytinguÁkvæði í frumvarpsdrögum

Hlutfallið fimm sjöttu í öðrum málslið breytist í þrjá fjórðu.

Þegar Alþingi hefur samþykkt frumvarp til breytinga á stjórnarskrá skal það borið undir atkvæði allra kosningabærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar. Atkvæðagreiðslan skal fara fram í fyrsta lagi einum mánuði og í síðasta lagi þremur mánuðum eftir samþykkt frumvarpsins á Alþingi.

Hafi þrír fjórðu hlutar þingmanna samþykkt frumvarpið getur Alþingi þó ákveðið að fella þjóðaratkvæðagreiðsluna niður og öðlast þá frumvarpið gildi engu að síður.

 

Þegar Alþingi hefur samþykkt frumvarp til breytinga á stjórnarskrá skal það borið undir atkvæði allra kosningabærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar. Atkvæðagreiðslan skal fara fram í fyrsta lagi einum mánuði og í síðasta lagi þremur mánuðum eftir samþykkt frumvarpsins á Alþingi.

Hafi fimm sjöttu hlutar þingmanna samþykkt frumvarpið getur Alþingi þó ákveðið að fella þjóðaratkvæðagreiðsluna niður og öðlast þá frumvarpið gildi engu að síður.

Skýringar:

Við núverandi skipan er auðvelt að breyta stjórnarskránni, aðeins Þarf einfaldan meirihluta á tveimur þingum með almennum Alþingiskosningum á milli til að breyta stjórnarskrá. Stjórnlagaráð leggur til að erfiðar verði að breyta stjórnarskrá, annað hvort með þjóðaratkvæðagreiðslu eða mjög auknum meirihluta á þingi.

Hlutfallið fimm sjöttu er svo hátt að sú aðferð við stjórnarskrábreytingu verður svo gott sem ónothæft. Því er lagt til að hlutfallið breytist í þrjá fjórðu sem er eftir sem áður mjög aukinn meirihluti. - Og mun stífari krafa en yfirleitt er í þeim löndum sem við berum okkur saman við.