Breytingatillaga #57

Við 107. grein. Meðferð utanríkismála

Flytjendur:
  • Þórhildur Þorleifsdóttir
  • Ómar Þorfinnur Ragnarsson
  • Gísli Tryggvason
  • Erlingur Sigurðarson
  • Dögg Harðardóttir
BreytingartillagaÁkvæði eftir breytinguÁkvæði í frumvarpsdrögum

1. mgr. 107. gr. orðist svo:

„Utanríkisstefna og almennt fyrirsvar ríkisins á því sviði er á hendi ráðherra í umboði og undir eftirliti Alþingis.“

Utanríkisstefna og almennt fyrirsvar ríkisins á því sviði er á hendi ráðherra í umboði og undir eftirliti Alþingis.

Ráðherrum er skylt að veita utanríkismálanefnd Alþingis upplýsingar um utanríkis- og varnarmál. Ráðherra skal hafa samráð við nefndina áður en ákvörðun er tekin um mikilvæg utanríkismál.

Ákvörðun um stuðning við aðgerðir sem fela í sér beitingu vopnavalds, aðrar en þær sem Ísland er skuldbundið af samkvæmt þjóðarétti, skal háð samþykki Alþingis.

 

Utanríkisstefna og almennt fyrirsvar ríkisins er á hendi ráðherra í ríkisstjórn í umboði og undir eftirliti Alþingis. Forseti Íslands kemur fram fyrir hönd ríkisins sem þjóðhöfðingi í samræmi við þá stefnu.

Ráðherrum er skylt að veita utanríkismálanefnd Alþingis upplýsingar um utanríkis- og varnarmál. Ráðherra skal hafa samráð við nefndina áður en ákvörðun er tekin um mikilvæg utanríkismál.

Ákvörðun um stuðning við aðgerðir sem fela í sér beitingu vopnavalds, aðrar en þær sem Ísland er skuldbundið af samkvæmt þjóðarétti, skal háð samþykki Alþingis.

Skýringar:

Greinin er skýr eins og hún stendur eftir breytinguna og viðbótin sem sett var inn síðar til lýta. Umræddur málsliður, sem lagt er til að falli brott, hljóðar svo: „Forseti Íslands kemur fram fyrir hönd ríkisins sem þjóðhöfðingi í samræmi við þá stefnu.“


Ekki fer vel á því að binda í stjórnarskrá, hvernig forsetar Íslands skuli tjá sig eða tjá sig ekki um alla framtíð. Minna má á svohljóðandi ákvæði í upphafi 11. greinar þessa frumvarps: „Öll erum við frjáls skoðana okkar og sannfæringar og eigum rétt á að tjá“ hugsanir okkar og síðasta ákvæði sömu greinar er: „Hver og einn ber ábyrgð á framsetningu skoðana sinna.“

Þá segir í 46.gr þessa frumvarps.:  „Alþingismenn eru eingöngu bundnir við sannfæringu sína, en ekki nein fyrirmæli frá öðrum.“

Hið sama hlýtur að eiga við forseta Íslands og aðra þegna þjóðfélagsins. Því er þessi breyting hér á gerð.

Betur fer á því að skrifa þá meginreglu að ráðherrar - einkum utanríkisráðherra og þá gjarnan eftir samráð í ríkisstjórn, sbr. m.a. 3. mgr. 85. gr. frumvarpsins - séu í fyrirsvari fyrir utanríkisstefnu landsins í umboði Alþingis.