Breytingatillaga #56

Við 88. grein. Stjórnarmyndun

Flytjendur:
  • Íris Lind Sæmundsdóttir
  • Gísli Tryggvason
  • Eiríkur Bergmann Einarsson
BreytingartillagaÁkvæði eftir breytinguÁkvæði í frumvarpsdrögum

Svohljóðandi lokaorð 1. málsliðar 3. mgr. 3. gr. í kafla um ráðherra og ríkisstjórn falli brott: „en ráðherrar skulu ekki vera fleiri en tíu"

Forsætisráðherra ákveður skipan ráðuneyta og tölu ráðherra og skiptir störfum með þeim.

 

Alþingi kýs forsætisráðherra.

Eftir að hafa ráðfært sig við þingflokka og þingmenn gerir forseti Íslands tillögu til þingsins um forsætisráðherra. Er hann rétt kjörinn ef meirihluti þingmanna samþykkir tillöguna. Að öðrum kosti gerir forseti Íslands nýja tillögu með sama hætti. Verði sú tillaga ekki samþykkt fer fram kosning í þinginu milli þeirra sem fram eru boðnir af þingmönnum, þingflokkum eða forseta Íslands. Sá er flest atkvæði hlýtur er rétt kjörinn forsætisráðherra.

Hafi forsætisráðherra ekki verið kjörinn innan tíu vikna skal Alþingi rofið og boðað til nýrra kosninga.

Forsætisráðherra ákveður skipan ráðuneyta og tölu ráðherra og skiptir störfum með þeim, en ráðherrar skulu ekki vera fleiri en tíu.

Forseti Íslands skipar forsætisráðherra í embætti og veitir honum lausn. Forsætisráðherra skipar aðra ráðherra og veitir þeim lausn.

Ráðherrar undirrita eiðstaf að stjórnarskránni er þeir taka við embætti.

Skýringar:

Skýring: Í ákvæðinu felst óþarflega mikil takmörkun á því svigrúmi sem  tillögur nefndar B fela að öðru leyti í sér, t.d. í samsteypustjórnum 2ja eða 3ja flokka, enda þótt flutningsmenn telji fjölda ráðherra í kringum tíu hæfilegan.

Þingflokkar og leiðtogar stjórnarflokka þurfa rými til þess að geta tekið tillit til margvíslegra stjórnmálalegra þátta í vali á ráðherrum sem ófært er að stjórnarskrábinda um of