Breytingatillaga #55

Við 53. grein. Opnir fundir

Flytjendur:
  • Katrín Oddsdóttir
BreytingartillagaÁkvæði eftir breytinguÁkvæði í frumvarpsdrögum

Fundir þingnefnda opnir að meginreglu.

Fundir Alþingis eru haldnir í heyranda hljóði.

Fundir þingnefnda skulu haldnir í heyranda hljóði en þingnefnd getur ákveðið að fundur hennar sé lokaður almenningi.

 

Fundir Alþingis eru haldnir í heyranda hljóði.

Þingnefnd getur ákveðið að fundur hennar sé opinn almenningi.

Skýringar:

Samkvæmt fyrirliggjandi tillögum Stjórnlagaráðs verður einvörðu fjallað um frumvörp til laga við tvær umræður, en sú þriðja færist í nefndir. Þarna missir almenningur rétt til að fylgjast með fyrstu skrefum mála sem er ekki gott.
Breytingartillagan gefur svigrúm til þess að nefndir sendi út störf sín en starfi þó fyrir luktum dyrum þannig að ekki ætti að hljótast af þessu mikil truflun.

Okkar starf gengur mikið til út á að auka gegnsæi og borgurum ætti að vera heimilt að fylgjast með hvernig ákvarðanir eru teknar er varða þeirra hagsmuni.