Breytingatillaga #52
- Pawel Bartoszek
- Katrín Oddsdóttir
- Gísli Tryggvason
Breytingartillaga | Ákvæði eftir breytingu | Ákvæði í frumvarpsdrögum |
---|---|---|
Hæfi breytt aftur í skilyrði. | Dómarar eru þeir sem skipaðir hafa verið ótímabundið í embætti dómara eða settir til að gegna því um tiltekinn tíma. Til dómstarfa geta dómstólar ráðið eða kvatt aðra eftir því sem mælt er fyrir í lögum. Ráðherra skipar dómara og veitir þeim lausn. Dómara verður ekki vikið endanlega úr embætti nema með dómi, og þá aðeins ef hann uppfyllir ekki lengur skilyrði til að gegna embættinu eða sinni ekki skyldum sem starfanum tengjast. | Dómarar eru þeir sem skipaðir hafa verið ótímabundið í embætti dómara eða settir til að gegna því um tiltekinn tíma. Til dómstarfa geta dómstólar ráðið eða kvatt aðra eftir því sem mælt er fyrir í lögum. Ráðherra skipar dómara og veitir þeim lausn. Dómara verður ekki vikið endanlega úr embætti nema með dómi, og þá aðeins ef hann hefur glatað hæfi til að gegna embættinu eða sinni ekki skyldum sem starfanum tengjast. |
Skýringar:
Lagt er til að skilyrði komi inn á ný í stað hæfis og málfar lagað í samræmi við það. Réttara þykir að tala um skilyrði því ýmis skilyrði geta verið fyrir því að menn sinni dómstörfum önnur en þau sem lúta að hæfi (t.d. aldur, ríkisfang, hreint sakarvottorð).