Breytingatillaga #51

Við 107. grein. Meðferð utanríkismála

Flytjendur:
  • Þórhildur Þorleifsdóttir
  • Gísli Tryggvason
  • Andrés Magnússon
BreytingartillagaÁkvæði eftir breytinguÁkvæði í frumvarpsdrögum

Fellur út:

,aðrar en þær sem Ísland er skuldbundið af samkvæmt þjóðarétti,

Ákvörðun um stuðning við aðgerðir sem fela í sér beitingu vopnavalds skal háð samþykki Alþingis.

 

Utanríkisstefna og almennt fyrirsvar ríkisins er á hendi ráðherra í ríkisstjórn í umboði og undir eftirliti Alþingis. Forseti Íslands kemur fram fyrir hönd ríkisins sem þjóðhöfðingi í samræmi við þá stefnu.

Ráðherrum er skylt að veita utanríkismálanefnd Alþingis upplýsingar um utanríkis- og varnarmál. Ráðherra skal hafa samráð við nefndina áður en ákvörðun er tekin um mikilvæg utanríkismál.

Ákvörðun um stuðning við aðgerðir sem fela í sér beitingu vopnavalds, aðrar en þær sem Ísland er skuldbundið af samkvæmt þjóðarétti, skal háð samþykki Alþingis.

Skýringar:

Á Þjóðfundur kom fram skýr vilji um að þjóðin yrði höfð með í ráðum vegna töku ákvarðana um meiri háttar utanríkismál þannig að komið yrði í veg fyrir að ráðherrar gætu einhliða tekið ákvarðanir um t.d. stríð.  Til þess að koma til móts við þetta var eftirfarandi ákvæði sett inn í stjórnarskrárfrumvarpið:  1.Ákvörðun um stuðning við aðgerðir sem fela í sér beitingu vopnavalds skal háð samþykki Alþingis.

Í 3. mgr. greinarinnar er kveðið á um samráðsskyldu við Alþingi þegar um er að ræða ákvarðun um að styðja aðgerðir sem fela í sér beitingu vopnavalds. „Beiting vopnavalds" tekur mið af hefðbundnu orðalagi á þessu réttarsviði, það er víðtækara og  nær einnig yfir hugtakið „stríð", sem var notað í tillögum stjórnlaganefndar en stríð felur í sér vopnaða árás eins ríkis gagnvart öðru. Þetta ákvæði kemur í veg fyrir að einstakir ráðamenn geti samþykkt stuðning við stríð líkt og gerðist á Íslandi í aðdraganda Írakstríðsins árið 2003.

Tölverð umræða fór fram um hvort ætti að undanskilja kröfuna um samþykki alþingis við vopnuð átök í þeim tilvikum þar sem Ísland væri skuldbundið samkvæmt þjóðarrétti.  Bent var á að töf gæti orðið á samþykki alþingis sem gæti komið sér illa í tilvikum þar sem skjótra aðgerða er þörf, t.d. til þess að koma í veg fyrir þjóðarmorð.  Á móti var bent á að sennilega yrði ekki beðið með hernaðaraðgerðir stórvelda þótt samþykki Íslands væri ekki komið. Þessi tillagga er borin fram nú þegar ógnun kalda stríðsins er ekki lengur eins yfirvofandi og áður var.