Breytingatillaga #47
- Þorkell Helgason
- Katrín Oddsdóttir
- Íris Lind Sæmundsdóttir
- Erlingur Sigurðarson
Breytingartillaga | Ákvæði eftir breytingu | Ákvæði í frumvarpsdrögum |
---|---|---|
Fella út „og“ í 1. málslið 1. málsgreinar og setja inn „eða“ í staðinn. | Alþingismanni er óheimilt að taka þátt í meðferð þingmáls sem varðar sérstaka eða verulega hagsmuni hans eða honum nákominna. Um hæfi þingmanna skal mælt fyrir í lögum. Vanhæfi þingmanns hefur ekki áhrif á gildi settra laga. Í lögum skal kveðið á um skyldu þingmanna til að veita upplýsingar um fjárhagslega hagsmuni sína. | Alþingismanni er óheimilt að taka þátt í meðferð þingmáls sem varðar sérstaka og verulega hagsmuni hans eða honum nákominna. Um hæfi þingmanna skal mælt fyrir í lögum. Vanhæfi þingmanns hefur ekki áhrif á gildi settra laga. Í lögum skal kveðið á um skyldu þingmanna til að veita upplýsingar um fjárhagslega hagsmuni sína. |
Skýringar:
Tillaga stjórnlaganefndar var að mál þyrfti einungis að varða sérstaka hagsmuni þingmanns svo honum yrði gert óheimilt að taka þátt í meðferð máls. Í meðförum nefndar B er skilyrðinu um verulega hagsmuni jafnframt bætt við. Í 1. mgr. er það því gert að skilyrði að mál þurfi bæði að varða sérstaka hagsmuni þingmanns sem og verulega hagsmuni hans svo honum verði gert að víkja frá við meðferð þingmáls. Af þessu leiðir að ef mál varðar verulega hagsmuni en ekki sérstaka þá er þingmanni samt sem áður heimilt að taka þátt í meðferð þingmáls. Sama á við ef um sérstaka hagsmuni er að ræða, það er ekki nóg að um slíka sé að ræða ef þeir eru ekki verulegir.
Fullnægjandi er að mínu mati að annaðhvort sé einungis til staðar. Legg því til breytingu þannig að áskilnaður verði gerður um að annaðhvort sé til staðar. Því komi orðið „eða“ í stað „og“.