Breytingatillaga #44

Við 31. grein. Náttúruauðlindir

Flytjendur:
  • Þórhildur Þorleifsdóttir
  • Þorvaldur Gylfason
  • Þorkell Helgason
  • Lýður Árnason
  • Illugi Jökulsson
  • Gísli Tryggvason
  • Dögg Harðardóttir
  • Arnfríður Guðmundsdóttir
  • Andrés Magnússon
BreytingartillagaÁkvæði eftir breytinguÁkvæði í frumvarpsdrögum

Breyttur 3. málsliður 4. málsgreinar.

31. Náttúruauðlindir

Stjórnvöld bera, ásamt þeim sem nýta auðlindirnar, ábyrgð á vernd þeirra. Stjórnvöld geta á grundvelli laga veitt leyfi til afnota eða hagnýtingar þeirra, gegn fullu gjaldi og til tiltekins hóflegs tíma í senn. Slík leyfi skal veita á jafnræðisgrundvelli og þau leiða aldrei til eignarréttar eða óafturkallanlegs forræðis yfir auðlindunum.

 

Auðlindir í náttúru Íslands, sem ekki eru í einkaeigu, eru sameiginleg og ævarandi eign þjóðarinnar. Enginn getur fengið þær, eða réttindi tengd þeim, til eignar eða varanlegra afnota og því má aldrei selja þær eða veðsetja.

Til auðlinda í þjóðareign teljast náttúrugæði, svo sem nytjastofnar, aðrar auðlindir hafs og hafsbotns innan íslenskrar lögsögu, vatns- og virkjunarréttindi og jarðhita- og námaréttindi. Með lögum má kveða á um þjóðareign á auðlindum undir tiltekinni dýpt frá yfirborði jarðar.

Við nýtingu auðlindanna skal hafa sjálfbæra þróun og almannahag að leiðarljósi.

Stjórnvöld bera, ásamt þeim sem nýta auðlindirnar, ábyrgð á vernd þeirra. Stjórnvöld geta á grundvelli laga veitt leyfi til afnota eða hagnýtingar þeirra, gegn fullu gjaldi og til tiltekins hóflegs tíma í senn. Slík leyfi skal veita á jafnræðisgrundvelli og þau leiða aldrei til eignarréttar eða óafturkallanlegs forræðis yfir auðlindunum.

 

Auðlindir í náttúru Íslands, sem ekki eru í einkaeigu, eru sameiginleg og ævarandi eign þjóðarinnar. Enginn getur fengið þær, eða réttindi tengd þeim, til eignar eða varanlegra afnota og því má aldrei selja þær eða veðsetja.

Til auðlinda í þjóðareign teljast náttúrugæði, svo sem nytjastofnar, aðrar auðlindir hafs og hafsbotns innan íslenskrar lögsögu, vatns- og virkjunarréttindi og jarðhita- og námaréttindi. Með lögum má kveða á um þjóðareign á auðlindum undir tiltekinni dýpt frá yfirborði jarðar.

Við nýtingu auðlindanna skal hafa sjálfbæra þróun og almannahag að leiðarljósi.

Stjórnvöld bera, ásamt þeim sem nýta auðlindirnar, ábyrgð á vernd þeirra. Stjórnvöld geta á grundvelli laga veitt leyfi til afnota eða hagnýtingar þeirra, gegn fullu gjaldi og til tiltekins hóflegs tíma í senn. Slík leyfi leiða aldrei til eignarréttar eða óafturkallanlegs forræðis yfir auðlindunum.

Skýringar:

GREINARGERÐ:

Um auðlindir og umhverfi segir svo í drögum að nýrri færeyskri stjórnarskrá:
Tilfeingi og umhvørvi/ Auðlindir og umhverfi.
(1) Myndugleikarnir varða um tilfeingi landsins/Stjórnvöld hafa fyrirsvar með auðlindum landsins.
(2) Tá vunnið verður úr landsins tilfeingi, skal landið antin krevja viðurlag ella tryggja øllum vinnurætt/Við nýtingu auðlinda skulu stjórnvöld annaðhvort innheimta auðlindagjald eða tryggja öllum jafnræði til nýtingar.
(3) Margfeldið á landi og á havleiðum landsins, sum privat ikki eiga, er tilfeingi og ogn fólksins/Arður af landi og fiskimiðum sem ekki eru í einkaeign, eru auðlindir og eign fólksins.

(4) Landið tryggjar, at bæði almenna og privata tilfeingi landsins verður umsitið á sjálvberandi hátt við umsorgan fyri umhvørvinum/Stjórnvöld skulu tryggja að auðlindir í opinberri eigu sem og í einkaeign verði nýttar á sjálfbæran hátt og í sátt við umhverfið.
Sem sagt: þjóðin á auðlindirnar (grein 3) og tekur gjald fyrir afnot þeirra eða tryggir öllum jafnan aðgang að þeim (grein 2).


Varðandi 4. mgr. náttúruauðlindaákvæðisins þykir sérstök ástæða til þess að benda á, að úthlutun sú sem þar er um fjallað og stjórnvöld geta veitt, til afnota eða hagnýtingar á auðlindum, að mikilvægt er, að stjórnvöld skuli hverju sinni tryggja að sú úthlutun sé hverju sinni og um ókomna framtíð framkvæmd á jafnræðisgrundvelli, svo tryggja megi að ætíð fáist fullt gjald fyrir nýtingu auðlindanna. Slíkt verður aldrei gert, nema tryggt sé, að úthlutunin sé gerð á jafnræðisgrundvelli skv. jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar, þannig að allir þegnar landsins fái notið þess jafnræðis við úthlutun allra sameiginlegra gæða sem Ísland hefur yfir að ráða. Þykir því sérstök ástæða til að nefna það í greinargerð með frumvarpi því sem lagt verður fram að nýrri stjórnarskrá, enda fæst ekki séð, að slíks jafnræðis hafi verið gætt við úthlutunina hingað til, eða að tryggt hafi verið að fullt gjald hafi fengist fyrir nýtingu auðlindanna. Þetta er í samræmi við álit mannréttindanefndar SÞ um að jafnræðis hafi ekki verið gætt við úthlutun veiðiréttarins.

ÁLIT MANNRÉTTINDANEFNDAR SÞ (Magnús Thoroddsen).
Hinn 24. október 2007 kunngjörði mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna álit sitt í kærumáli þeirra sjómannanna Erlings Sveins Haraldssonar og Arnars Snævars Sveinssonar gegn íslenzka ríkinu þar sem 12 nefndarmanna (af 18) töldu lögin um stjórn fiskveiða brjóta í bága við 26. gr. Alþjóðasamnings um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi um jafnrétti allra manna. Grein þessi er efnislega samhljóða jafnréttisákvæði 65. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33 17. júní 1944, með síðari breytingum.

Í hnotskurn er rökstuðningur meirihluta mannréttindanefndarinnar þessi:
Nefndin vitnar til 1. greinar laganna um stjórn fiskveiða nr. 38/1990, er segir: „Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslenzku þjóðarinnar.“ Síðan segir meirihlutinn, að sú mismunun, sem gerð hafi verið í upphafi kvótakerfisins við úthlutun veiðiheimilda og byggð var á veiðireynslu tímabilsins 1. nóvember 1980 til 31. október 1983, kunni að hafa verið sanngjörn og málefnaleg sem tímabundin ráðstöfun. En með setningu laganna um fiskveiðistjórnun nr. 38/1990 hafi ráðstöfun þessi ekki aðeins orðið varanleg, heldur breytt hinum upprunalegu réttindum til þess að nýta opinbera eign í nýtingu einstaklingsbundinnar eignar. Þeir sem upphafalega hafi fengið úthlutað veiðiheimildum og nýttu þær eigi, hafi getað selt þær eða leigt á markaðsverði í stað þess að skila þeim aftur til ríkisins til úthlutunar til nýrra veiðiréttarhafa í samræmi við sanngjarna og réttláta mælikvarða. Íslenzka ríkið hafi ekki sýnt fram á, að þessi úthlutunarmáti á veiðiréttarheimildum fullnægi þeim kröfum, er gera verði um sanngirni.

Mannréttindanefndin taldi sig ekki þurfa að fjalla um það sérstaklega, hvort úthlutun kvóta á takmörkuðum auðlindum samræmdist Sáttmálanum almennt, en í þessu sérstaka kærumáli, þar sem veiðiheimildunum væri úthlutað varanlega til hinna upphaflegu veiðiréttarhafa, andstætt hagsmunum kærendanna, væri ekki unnt að telja, að slíkt kerfi væri byggt á sanngjörnum grundvelli. Af þessum sökum ályktaði meirihluti mannréttindanefndarinnar, að brotið væri gegn jafnréttisákvæði 26. gr. Alþjóðasamningsins um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi.