Flytjendur:
  • Þórhildur Þorleifsdóttir
  • Lýður Árnason
  • Katrín Oddsdóttir
  • Illugi Jökulsson
  • Ástrós Gunnlaugsdóttir
  • Andrés Magnússon
BreytingartillagaÁkvæði eftir breytinguÁkvæði í frumvarpsdrögum

Breytingartillaga þess efnis að þjóðaratkvæðagreiðsla verði einungis bindandi.

Tveir af hundraði kjósenda geta lagt fram þingmál á Alþingi.

Fimmtán af hundraði kjósenda geta lagt frumvarp til laga fyrir Alþingi. Alþingi getur lagt fram gagntillögu í formi annars frumvarps. Hafi frumvarp kjósenda ekki verið dregið til baka skal bera það undir þjóðaratkvæði svo og frumvarp Alþingis komi það fram. Þjóðaratkvæðagreiðslan skal vera bindandi.

Atkvæðagreiðsla um frumvarp að tillögu kjósenda skal fara fram innan tveggja ára frá því málið hefur verið afhent Alþingi.

Tveir af hundraði kjósenda geta lagt fram þingmál á Alþingi.

Fimmtán af hundraði kjósenda geta lagt frumvarp til laga fyrir Alþingi. Alþingi getur lagt fram gagntillögu í formi annars frumvarps. Hafi frumvarp kjósenda ekki verið dregið til baka skal bera það undir þjóðaratkvæði svo og frumvarp Alþingis komi það fram. Alþingi ákveður hvort þjóðaratkvæðagreiðslan skuli vera bindandi eða ráðgefandi.

Atkvæðagreiðsla um frumvarp að tillögu kjósenda skal fara fram innan tveggja ára frá því málið hefur verið afhent Alþingi.

Skýringar:

Alþingi á að veita lýðræðinu farveg. Sá farvegur þarf að vera öllum opinn og reglur hans almennar. Frumkvæðisréttur er einn þessara farvega sem tíðkast víða en er lengst kominn í Sviss. Frumkvæðisréttur er þannig verkfæri þegnanna til að hafa áhrif á gang eigin mála án þess að Alþingi geti hamlað þeirri viðleitni. Því er nóg að Alþingi skuli geta gagnályktað með eigin frumvarpi. Hitt, að fela Alþingi sjálfsval í hvort þjóðaratkvæðagreiðsla um þjóðarmálskot sé ráðgefandi eða bindandi er andlýðræðislegt og úr takti við tilgang þjóðarfrumkvæðis. Slíkt sjálfsval býður heim túlkunum stjórnmálamanna að eigin mati, einmitt hlutum sem við viljum losna við. því er mælt með því að þjóðaratkvæðagreiðsla að frumkvæði þjóðarinnar verði alltaf bindandi.