Breytingatillaga #37
- Lýður Árnason
Breytingartillaga | Ákvæði eftir breytingu | Ákvæði í frumvarpsdrögum |
---|---|---|
Önnur og þriðja málsgrein falli niður. | Ráðherrar mæla fyrir frumvörpum og tillögum frá ríkisstjórn, svara fyrirspurnum og taka þátt í umræðum á Alþingi eftir því sem þeir eru til kvaddir, en gæta verða þeir þingskapa. Ráðherrar hafa ekki atkvæðisrétt á Alþingi. Sé alþingismaður skipaður ráðherra víkur hann úr þingsæti á meðan hann gegnir embættinu og tekur varamaður þá sæti hans. |
Skýringar:
Mikil umræða hefur átt sér stað innan Stjórnlagaráðs um forsetaræði, þingræði og bil beggja. Valkostir um afdrif ráðherra, þingsetu þeirra, atkvæðisrétt eða afsögn af þingi sundra ráðinu enn. Mæli því með óbreyttu fyrirkomulagi frá því sem nú er, þ.e. að ráðherrar sitji á þingi og haldi sínum atkvæðisrétti.