Breytingatillaga #36

Við 21. grein. Menntun

Flytjendur:
  • Örn Bárður Jónsson
  • Þorvaldur Gylfason
  • Þorkell Helgason
  • Silja Bára Ómarsdóttir
  • Katrín Oddsdóttir
  • Illugi Jökulsson
  • Freyja Haraldsdóttir
  • Dögg Harðardóttir
  • Arnfríður Guðmundsdóttir
BreytingartillagaÁkvæði eftir breytinguÁkvæði í frumvarpsdrögum

Bætt inn „og fræðslu við sitt hæfi“ í samræmi við núgildandi stjórnarskrá og athugasemdir menntamálaráðuneytisins.

2. mgr. nær nú til menntunar allra þeirra sem skólaskylda nær til, frekar en grunnskólaaldurs, enda er óvíst að grunnskólinn einn verði skólaskyldur til lengri tíma.

Öllum skal tryggður í lögum réttur til almennrar menntunar og fræðslu við sitt hæfi.

Öllum þeim, sem skólaskylda nær til, skal standa til boða menntun án endurgjalds.

Menntun skal miða að alhliða þroska hvers og eins, gagnrýnni hugsun og vitund um lýðræðisleg réttindi og skyldur.

 

Öllum skal tryggður í lögum réttur til almennrar menntunar.

Öllum skal standa til boða grunnskólamenntun án endurgjalds.

Menntun skal miða að alhliða þroska hvers og eins, gagnrýnni hugsun og vitund um lýðræðisleg réttindi og skyldur.

Skýringar:

1. mgr. gerð samhljóða 2. mgr. 76. gr. núgildandi stjórnarskrár í ljósi rökstuðnings menntamálaráðuneytisins um að aðgangur fatlaðra barna og sérúrræði í almennum lögum byggi á orðalaginu „og fræðslu við sitt hæfi“.

2. mgr. nær nú til menntunar allra þeirra sem skólaskylda nær til, frekar en grunnskólaaldurs, enda er óvíst að grunnskólinn einn verði skólaskyldur til lengri tíma. Bæði má hugsa sér að hluti leikskólans verði gerður að skyldu, og að öllum ungmennum verði gert skylt að vera í skóla. Flutningsmenn telja því rétt að allir sem eru skyldugir til að vera í skóla eigi kost á námi sér að kostnaðarlausu.