Breytingatillaga #32
- Silja Bára Ómarsdóttir
- Katrín Oddsdóttir
- Gísli Tryggvason
Breytingartillaga | Ákvæði eftir breytingu | Ákvæði í frumvarpsdrögum |
---|---|---|
Við 111. gr. frumvarpsins bætist svohljóðandi málsgrein sem önnur málsgrein: "Forseti Íslands stefnir saman stjórnlagaþingi á 25 ára fresti, fyrst 25 árum eftir samþykkt (Brott falli í staðinn 2. mgr. 111. gr. frumvarpsins, svohljóðandi: | Þegar Alþingi hefur samþykkt frumvarp til breytinga á stjórnarskrá skal það borið undir atkvæði allra kosningabærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar. Atkvæðagreiðslan skal fara fram í fyrsta lagi einum mánuði og í síðasta lagi þremur mánuðum eftir samþykkt frumvarpsins á Alþingi.
| Þegar Alþingi hefur samþykkt frumvarp til breytinga á stjórnarskrá skal það borið undir atkvæði allra kosningabærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar. Atkvæðagreiðslan skal fara fram í fyrsta lagi einum mánuði og í síðasta lagi þremur mánuðum eftir samþykkt frumvarpsins á Alþingi. Hafi fimm sjöttu hlutar þingmanna samþykkt frumvarpið getur Alþingi þó ákveðið að fella þjóðaratkvæðagreiðsluna niður og öðlast þá frumvarpið gildi engu að síður. |
Skýringar:
Eina atriðið sem síðasta stjórnarskrárnefnd Alþingis gat eftir nokkurra ára starf orðið sammála um var að breyta því ákvæði stjórnarskrárinnar sem kveður á um hvernig stjórnarskránni skuli breytt - en nú er áskilið að Alþingi samþykki tvívegis sams konar frumvarp til stjórnarskipunarlaga og að alþingiskosningar eigi sér stað í millitíðinni. Ekkert sammæli varð um breytingar á efnisákvæðum stjórnarskrárinnar. Síðast var stjórnarskránni breytt 1995 í kjölfar lýðveldisafmælis með því að uppfæra nokkuð mannréttindakafla hennar.
Þessu vilja flutningsmenn breyta. Hugmyndin er að reglulega - t.d. á 20-40 ára fresti - verði skylt að boða til bindandi, þjóðkjörins stjórnlagaþings - og oftar ef þurfa þykir. Töldu flutningsmenn aldarfjórðung hæfilegan tíma í ljósi sögunnar og ungs aldurs lýðveldisins en aldarþriðjungur kæmi einnig vel til greina. Slíkt reglulegt stjórnlagaþing er þá skyldubundið.
Tillagan felur í sér að oftar er hægt að boða til stjórnlagaþings ef þurfa þykir. Hafa bæði Alþingi og kjósendur frumkvæðisrétt í því efni í samræmi við aðrar tillögur í frumvarpi þessu um aukið beint lýðræði. Slíkt frumkvæði getur Alþingi m.a. tekið ef brýn þörf þykir á stjórnarskrárbreytingum án þess að fresturinn sé liðinn. Þykir þessi leið - að boða fyrr en ella til stjórnlagaþings - betri en að greina á milli verulegra og óverulegra stjórnarskrárbreytinga og að fela þá auknum meirihluta Alþingis ákvörðunarvald um það sem óverulegt gæti talist; slíkt gæti orðið endalaust tilefni deilna.
Valdheimildir til að leggja til breytingar á stjórnarskránni verða ins vegar í höndum annarra - sem ekki eru alþingismenn eða ráðherrar miðað við fordæmið frá stjórnlagaþingskosningalögum og stjórnlagaráði - í ljósi (van)hæfissjónarmiða, þ.e. þar sem stjórnarskráin er eins konar starfslýsing fyrir Alþingi, ríkisstjórn, dómstóla o.fl. Handhafar löggjafar- og fjárstjórnarvalds eiga samkvæmt tillögunni ekki fremur en handhafar framkvæmdarvalds eða handhafar dómsvalds einir að eiga frumkvæðisrétt eða ákvörðunarvald um starfsskilyrði sín eða grundvallarréttindi borgaranna gagnvart handhöfum ríkisvalds, þ.m.t. löggjafarvalds - en það er efni gildandi stjórnarskrár eins og þessa stjórnarskrárfrumvarps auk megingilda og ákvörðunar um undirstöður þjóðfélagsins.
Samkvæmt tillögunni verður Alþingi framvegis fyrst og fremst löggjafar- og fjárstjórnarþing auk mikilvægs eftirlitshlutverks gagnvart handhöfum framkvæmdarvalds en öll þessi þrjú hlutverk eru aukin með stjórnarskrárfrumvarpi þessu eins og telja verður að mikil samstaða hafi verið um á Þjóðfundi 2010 og meðal þjóðarinnar - ekki síst í ljósi niðurstaðna og tillagna í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis í kjölfar hrunsins. Þó má
Einnig má segja að Alþingi hafi viðurkennt vanmátt sinn gagnvart stjórnarskrárbreytingum; annars vegar með því að hafa framselt frumkvæðisrétt í þetta sinn til stjórnlagaþings og svo til stjórnlagaráðs og hins vegar með því að hafa ekki tekist í mannsaldur að breyta stjórnarskrá svo nokkru nemi að frátöldum mannréttindakafla sem stjórnlagaráði þykir auk þess nú ástæða til töluverðrar endurskoðunar á.
Flutningsmenn telja að sjálfstæður aðili þurfi að geta lagt til eða átt frumkvæði að stjórnlagabreytingum. Þingmönnum er ekki - frekar en öðrum - treystandi til þess að ákveða eigið hlutverk, starfsumgjörð og kjör eða valdskiptingu milli sín og annarra. Þingmenn mega eins og aðrir gjarnan hafa skoðun á ráðningarsamning sinn og jafnvel áhrif á erindisbréf sitt frá almenningi - en fáir hafa sjálfdæmi um það. Sú var tíðin að einvaldskonungur var einmitt það, einvaldur - einnig um eigin stöðu; það er liðin tíð í Evrópu þar sem 18. og 19. öld færðu völd til þjóðþinga og er hið sama nú loks að gerast í einræðisríkjum sunnan við álfuna.
Ljóst er af framangreindu að ráðgefandi stjórnlagaþing nær ekki tilgangi sínum - enda hefur Alþingi að óbreyttu í hendi sér - strangt til tekið og lagalega - val um hvort eða að hve miklu leyti tillögum ráðgefandi stjórnlagaráðs er fylgt þó að vilyrði hafi verið gefin af allsherjarnefnd Alþingis að tillögur ráðsins fari í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Af framangreindu leiðir þörf á reglulegu, þjóðkjörnu og bindandi stjórnlagaþingi.
Í sáttaskyni er haldið inni 1. mgr. 111. gr. um að Alþingi geti einnig breytt stjórnarskránni með samþykki þjóðarinnar í bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu. Hitt þykir umdeilanlega - að 5/6 þingmanna eða allt niður í 28. þingmenn við sérstakar aðstæður, sbr. 57. gr. frumvarpsins um ályktunarbærni; er því lagt til að 2. mgr. 111. gr. frumvarpsins falli út í staðinn.