Breytingatillaga #27

Við 63. grein. Málskot til þjóðarinnar

Flytjendur:
  • Pétur Gunnlaugsson
  • Lýður Árnason
  • Katrín Oddsdóttir
  • Andrés Magnússon
BreytingartillagaÁkvæði eftir breytinguÁkvæði í frumvarpsdrögum

Að þröskuldur þjóðaratkvæðagreiðslu verði lækkaður úr 15% í 10% í samræmi við fyrri tillögur Stjórnlagaráðs.

Nú hefur Alþingi samþykkt lagafrumvarp og getur þá þriðjungur þingmanna ákveðið innan þriggja daga að leggja það undir atkvæði allra kosningabærra manna til samþykktar eða synjunar.

Áður en fimm dagar eru liðnir frá því að slíkt erindi kom fram getur Alþingi samþykkt með meirihluta atkvæða að frumvarpið verði fellt niður.

Þjóðaratkvæðagreiðslan skal fara fram innan árs frá samþykkt frumvarpsins. Verði frumvarpið samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu skal það staðfest af forseta Íslands innan þriggja daga og veitir staðfestingin því lagagildi.

Lög sem Alþingi hefur samþykkt skal bera undir þjóðaratkvæði til samþykkis eða synjunar ef tíu af hundraði kjósenda krefjast þess innan þriggja mánaða frá samþykkt þeirra. Lögin falla úr gildi, ef samþykkis er synjað, en ella halda þau gildi sínu. Alþingi getur þó með meirihluta atkvæða ákveðið að fella lögin úr gildi áður en til þjóðaratkvæðis kemur.

Nú hefur Alþingi samþykkt lagafrumvarp og getur þá þriðjungur þingmanna ákveðið innan þriggja daga að leggja það undir atkvæði allra kosningabærra manna til samþykktar eða synjunar.

Áður en fimm dagar eru liðnir frá því að slíkt erindi kom fram getur Alþingi samþykkt með meirihluta atkvæða að frumvarpið verði fellt niður.

Þjóðaratkvæðagreiðslan skal fara fram innan árs frá samþykkt frumvarpsins. Verði frumvarpið samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu skal það staðfest af forseta Íslands innan þriggja daga og veitir staðfestingin því lagagildi.

Lög sem Alþingi hefur samþykkt skal bera undir þjóðaratkvæði til samþykkis eða synjunar ef fimmtán af hundraði kjósenda krefjast þess innan þriggja mánaða frá samþykkt þeirra. Lögin falla úr gildi, ef samþykkis er synjað, en ella halda þau gildi sínu. Alþingi getur þó með meirihluta atkvæða ákveðið að fella lögin úr gildi áður en til þjóðaratkvæðis kemur.

Skýringar:

Sú aukning sem var gerð úr 10% í 15% lágmarksskilyrði á undirskriftum kjósenda sem þarf til að knýja fram þjóðaratkvæðagreiðslur hefur andlýðræðisleg áhrif og takmarkar annars göfugan ásetning og góðar tillögur nefndarinnar með þeim afleiðingum að líkur aukast á að mismunun milli fjársterkra hagsmunasamtaka og stjórnmálaflokka annars vegar og almennum borgurum hins vegar.

Erindi hafa borist Stjórnlagaráði sem studd hafa verið heimildum og rökum sem ekki er hægt að líta fram hjá hvað þessi mál varðar. Bendi ég hér sérstaklega á erindi Hjartar Hjartarsonar og Lýðræðisfélagsins Öldu.
Ákvörðun um að hækka þröskuld úr 10-15% var misráðin að mati flutningsmanna þar sem þessi 50% aukning hækkar kröfu úr tæpum 23 þúsund í rúmlega 34 þúsund lögmætar undirskriftir sem er óþarflega hátt og ekki til þess fallið að úrræðið nýtist almenningi.
Vísast til erindis Hjartar sem var skráð á vef ráðsins 15. maí 2011:

„Í fjölþjóðlegu yfirlitsriti um lýðræðismál, Direct Democracy. The International IDEA Handbook, segir, að í löndum þar sem gerðar séu kröfur um undirskriftir fleiri en 15% kjósenda, séu þjóðaratkvæðagreiðslur nánast óþekktar – orðin tóm. Jafnframt segir, að strangar kröfur um fjölda undirskrifta séu til þess fallnar að hygla rótgrónum stjórnmálaflokkum og öflugum sérhagsmunasamtökum.(1)
Sjálfur bendir Hjörtur á í athugasemd á facebook-síðu Stjórnlagaráðs að breytingin um að hækka lágmarkshlutfall sé slæm og lýðræðislegra væri að setja skýrar reglur um söfnun undirskrifta og/eða krefjast lágmarksþátttöku í atkvæðagreiðslum, t.d. 20%.

 

(1) In countries with signature thresholds of more than 15 per cent of registered electors, almost no initiatives will qualify to go forward to a vote. In particular, high signature thresholds will provide preferential access to initiative rights for very strong political organizations (parties and large interest groups) and transform initiative rights into instruments of power for larger groups or organizatins." Sjá Direct Democracy. The International IDEA Handbook. International Institute for Democracy and Electoral Assistance. Stokkhólmi 2008, bls. 70. [Handbókina má sækja á eftirfarandi vefslóð: http://www.idea.int/publications/direct_democracy/index.cfm].