Breytingatillaga #22
- Lýður Árnason
Breytingartillaga | Ákvæði eftir breytingu | Ákvæði í frumvarpsdrögum |
---|---|---|
Að 3. málsliður 5.málsgreinar breytist á þennnan veg: Kjósandi skal geta valið frambjóðendur af listum fleiri en einna samtaka. | Á Alþingi eiga sæti 63 þjóðkjörnir þingmenn, kosnir leynilegri kosningu til fjögurra ára. Atkvæði kjósenda alls staðar á landinu vega jafnt. Heimilt er að skipta landinu upp í kjördæmi. Þau skulu flest vera átta. Samtök frambjóðenda bjóða fram lista, kjördæmislista eða landslista eða hvort tveggja. Frambjóðendur mega bjóða sig fram samtímis á landslista og einum kjördæmislista sömu samtaka. Kjósandi velur frambjóðendur af kjördæmislista eða landslista sömu samtaka, eða af þeim báðum. Honum er og heimilt að merkja í stað þess við annan listann og hefur hann þá valið alla frambjóðendur listans jafnt. Kjósandi skal geta valið frambjóðendur af listum fleiri en einna samtaka. Þingsætum skal úthluta til samtaka frambjóðenda þannig að hver þeirra fái þingmannatölu í sem fyllstu samræmi við heildaratkvæðatölu. Þau samtök koma ein til álita við úthlutun þingsæta sem hlotið hafa minnst fjögur af hundraði af gildum atkvæðum á landinu öllu. Í lögum skal mælt fyrir um hvernig þingsætum skuli úthlutað til frambjóðenda út frá atkvæðastyrk þeirra. Í lögum má mæla fyrir um að tiltekinn fjöldi þingsæta sé bundinn einstökum kjördæmum, þó ekki fleiri en 30 alls. Tala kjósenda á kjörskrá að baki hverju bundnu sæti skal ekki vera lægri en meðaltalið miðað við öll þingsætin. Í kosningalögum skal mælt fyrir um hvernig stuðla skuli að sem jöfnustu hlutfalli kvenna og karla á Alþingi. Breytingar á kjördæmamörkum og tilhögun á úthlutun þingsæta, sem fyrir er mælt í lögum, verða aðeins gerðar með samþykki 2/3 atkvæða á Alþingi. | Á Alþingi eiga sæti 63 þjóðkjörnir þingmenn, kosnir leynilegri kosningu til fjögurra ára. Atkvæði kjósenda alls staðar á landinu vega jafnt. Heimilt er að skipta landinu upp í kjördæmi. Þau skulu flest vera átta. Samtök frambjóðenda bjóða fram lista, kjördæmislista eða landslista eða hvort tveggja. Frambjóðendur mega bjóða sig fram samtímis á landslista og einum kjördæmislista sömu samtaka. Kjósandi velur frambjóðendur af kjördæmislista eða landslista sömu samtaka, eða af þeim báðum. Honum er og heimilt að merkja í stað þess við annan listann og hefur hann þá valið alla frambjóðendur listans jafnt. Heimilt er að mæla fyrir um í lögum að kjósandi geti valið frambjóðendur af listum fleiri en einna samtaka. Þingsætum skal úthluta til samtaka frambjóðenda þannig að hver þeirra fái þingmannatölu í sem fyllstu samræmi við heildaratkvæðatölu. Þau samtök koma ein til álita við úthlutun þingsæta sem hlotið hafa minnst fjögur af hundraði af gildum atkvæðum á landinu öllu. Í lögum skal mælt fyrir um hvernig þingsætum skuli úthlutað til frambjóðenda út frá atkvæðastyrk þeirra. Í lögum má mæla fyrir um að tiltekinn fjöldi þingsæta sé bundinn einstökum kjördæmum, þó ekki fleiri en 30 alls. Tala kjósenda á kjörskrá að baki hverju bundnu sæti skal ekki vera lægri en meðaltalið miðað við öll þingsætin. Í kosningalögum skal mælt fyrir um hvernig stuðla skuli að sem jöfnustu hlutfalli kvenna og karla á Alþingi. Breytingar á kjördæmamörkum og tilhögun á úthlutun þingsæta, sem fyrir er mælt í lögum, verða aðeins gerðar með samþykki 2/3 atkvæða á Alþingi. |
Skýringar:
Ákall þjóðfundar um persónukjör var sterkt. Tel kosningu milli frambjóðenda þvert á lista uppfylla vel þær væntingar. Kosning þvert á flokka var inni í áfangaskjali en kippt út eftir heimsókn fræðimanns sem að mati einhverra ráðsfulltrúa var óverðskuldað og áfangaskjalinu ekki til bóta. Kosning þvert á flokka rúmast vel innan flokkakerfisins, eykur val kjósandans án þess að ganga á rétt annarra kjósenda, endurspeglar nákvæmar vilja kjósenda og upphefur flokksgrafir.
Gagnrýni á kosningu þvert á flokka beinist fyrst og fremst að veikingu flokkanna sem þetta gæti haft í för með sér sem og óæskilegum áhrifum á niðurstöðu kosninga. Hvernig getur kosning þvert á flokka veikt flokkakerfið þegar heildaratkvæðafjöldi breytist ekki? Enn fremur má spyrja hver séu óæskileg úrslit kosninga? Væri ekki nær að spyrja um tilgang kosninga?
Til að flýta fyrir nauðsynlegum umbótum á kosningakerfi landsmanna er nauðsynlegt að skylda löggjafann til verksins. Annars verður ekkert að gert og fólkið í landinu missir af gullnu tækifæri til að auka gæði fulltrúalýðræðisins.
Mæli því með þessari breytingu á ákvæði um alþingiskosningar.