Breytingatillaga #15

Við 93. grein. Ráðherraábyrgð

Flytjendur:
  • Þorkell Helgason
  • Gísli Tryggvason
BreytingartillagaÁkvæði eftir breytinguÁkvæði í frumvarpsdrögum

Svohljóðandi ákvæði bætist við 1. mgr. 91. gr. sem nýr málsliður:

„Bóki ráðherra andstöðu við ákvörðun ríkisstjórnar eða annars ráðherra ber hann ekki ábyrgð á henni.“

Ráðherrar bera lagalega ábyrgð á stjórnarframkvæmdum öllum. Ábyrgð vegna embættisbrota þeirra skal ákveðin með lögum. Bóki ráðherra andstöðu við ákvörðun ríkisstjórnar eða annars ráðherra ber hann ekki ábyrgð á henni.

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis ákveður, að undangenginni könnun, hvort hefja skuli rannsókn á meintum embættisbrotum ráðherra. Nefndin skipar saksóknara sem annast rannsóknina. Hann metur hvort niðurstaða rannsóknarinnar sé nægileg eða líkleg til sakfellingar og gefur þá út ákæru og sækir málið fyrir dómstólum. Nánar skal kveðið á um rannsókn og meðferð slíkra mála í lögum

 

Ráðherrar bera lagalega ábyrgð á stjórnarframkvæmdum öllum. Ábyrgð vegna embættisbrota þeirra skal ákveðin með lögum.

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis ákveður, að undangenginni könnun, hvort hefja skuli rannsókn á meintum embættisbrotum ráðherra. Nefndin skipar saksóknara sem annast rannsóknina. Hann metur hvort niðurstaða rannsóknarinnar sé nægileg eða líkleg til sakfellingar og gefur þá út ákæru og sækir málið fyrir dómstólum. Nánar skal kveðið á um rannsókn og meðferð slíkra mála í lögum.

Skýringar:

Orðin „Bóki ráðherra andstöðu við ákvörðun ríkisstjórnar ber hann ekki ábyrgð á henni.“ flytjast úr 3. másllið 3. mgr. 85. gr. samkvæmt tengdri tillögu sömu flutningsmanna.

Ákvæðið mætti andstöðu margra - bæði ráðsfulltrúa á 16. fundi ráðsins, svo og fræðimanna, þar sem skilja mátti ákvæðið, þar sem það er í 85. gr. frumvarpsins, svo að ráðherrar geti með því freistast til þess að firra sig pólitískri samábyrgð ríkisstjórnar sem frumvarp þetta og ekki síst 85. gr. er ætlað að auka.

Eftir sem áður verður ráðherra að geta firrt sig lagalegri ráðherraábyrgð. Framangreint ákvæði bætist samkvæmt þessari tillögu við 1. mgr. 93. gr. auk viðbótarinnar „eða annars ráðherra“. Ráðherra getur þannig með bókun firrt sig lagalegri ráðherraábyrgð á ákvörðunum ríkisstjórnar eða gerðum annars ráðherra, sem kynntar eru og ræddar í ríkisstjórn, eins og telja verður að tilgangur slíkrar bókunar sé. Í því sambandi er m.a. horft til svohljóðandi ákvæðis 5. gr. laga nr. 4/1963 um ráðherraábyrgð:

 

„Sé um að ræða embættisathöfn í ríkisráði eða á ráðherrafundi, sbr. 16. og 17. gr. stjórnarskrárinnar, bera allir viðstaddir ráðherrar, sem með ráðum, fortölum, atkvæði eða á annan hátt hafa stuðlað að þeirri athöfn, ábyrgð á henni.“