Breytingatillaga #12
- Örn Bárður Jónsson
- Þorvaldur Gylfason
- Þorkell Helgason
- Silja Bára Ómarsdóttir
- Katrín Oddsdóttir
- Illugi Jökulsson
- Freyja Haraldsdóttir
- Dögg Harðardóttir
- Arnfríður Guðmundsdóttir
Breytingartillaga | Ákvæði eftir breytingu | Ákvæði í frumvarpsdrögum |
---|---|---|
Breytt orðalag. | Yfirvöldum ber ætíð að vernda borgarana gegn mannréttindabrotum, hvort heldur sem brotin eru af völdum handhafa ríkisvalds eða annarra. | Yfirvöldum ber á hverjum tíma að tryggja mannréttindi gegn ágangi ríkisvalds og annarra. |
Skýringar:
Um skýrara orðalag er að ræða en í fyrirliggjandi tillögu.
Öll mannréttindi hafa löngum lotið að tengslum borgaranna og handhafa ríkisvalds. Svonefnd „neikvæð“ frelsisréttindi, svo sem tjáningarfrelsi og eignarréttur, lúta sögulega að vernd borgaranna frá ríkinu en síðar til komin réttindi á borð við rétt til stuðnings vegna aldurs eða fötlunar lúta að „jákvæðum“ réttindum á hendur ríkinu. Eins og nánar er rakið í athugasemdum með 6. gr. í greinargerð er nýmælið í 6. gr. fólgið í því að tryggja svonefnd þriðjamannsáhrif mannréttinda eða lárétt áhrif þeirra, einkum frelsisréttinda, fyrir ágangi annarra, svo sem sterkra lögaðila á borð við fyrirtæki og hagsmunasamtaka. Það er það sem handhöfum ríkisvalds ber að tryggja samkvæmt 6. gr. frumvarpsins.