Breytingatillaga #10

Við 28. grein. Bann við herskyldu

Flytjendur:
  • Lýður Árnason
  • Eiríkur Bergmann Einarsson
BreytingartillagaÁkvæði eftir breytinguÁkvæði í frumvarpsdrögum

Mæli með brottfalli þessa ákvæðis.

Herskyldu má aldrei í lög leiða.

Skýringar:

Þetta ákvæði hefur litla þýðingu á friðartímum en gæti valdið vandræðum annars. Friður er ekki val og getur breyst í andhverfu sína skjótt og óforvandis. Verði einhvers konar herkvaðning nauðsynleg er illt að sumir geti komið sér undan í skjóli þessa ákvæðis. Sé gripið til neyðarréttar er ákvæðið hvort eð er marklaust nema sem einhvers konar markmiðsyfirlýsing um hluti sem við fáum ekki ein um ráðið.