Breytingatillaga #9

Við 9. grein. Réttur barna

Flytjendur:
  • Þorkell Helgason
  • Lýður Árnason
BreytingartillagaÁkvæði eftir breytinguÁkvæði í frumvarpsdrögum

Mælt er með að þriðja málsgreinin:

Barni skal tryggður réttur til að tjá skoðanir sínar í öllum málum sem það varðar og skal tekið réttmætt tillit til skoðana barnsins í samræmi við aldur þess og þroska.

...falli út.

 

Öllum börnum skal tryggð í lögum sú vernd og umönnun sem velferð þeirra krefst.

Það sem barni er fyrir bestu skal ávallt hafa forgang þegar teknar eru ákvarðanir í málum sem það varðar.

 

Öllum börnum skal tryggð í lögum sú vernd og umönnun sem velferð þeirra krefst.

Það sem barni er fyrir bestu skal ávallt hafa forgang þegar teknar eru ákvarðanir í málum sem það varðar.

Barni skal tryggður réttur til að tjá skoðanir sínar í öllum málum sem það varðar og skal tekið réttmætt tillit til skoðana barnsins í samræmi við aldur þess og þroska.

Skýringar:

Stærstu heilbrigðisvandamál samtímans eru farin að tengjast börnum. Vandamál sem augljóslega fylgja breyttri samfélagsgerð. Í stórum dráttum hefur yngstu aldurshópunum vaxið ásmegin í samfélaginu og vægi þeirra aukist mjög. Þriðja málsgrein barnaákvæðis bætir enn í og áskilur sérstaklega tillögurétt barna og tillit. Spurning er hvort málsgreinin veiti börnum réttarstöðu gagnvart forráðamönnum sínum, geta þau kært hegðun foreldra sinna, t.d. reykingar í þeirra nærveru eða að vín sé á borðum? Getur barn krafist að vera áfram í sama skóla þótt fjölskyldan flytjist um set? Neitað heimilisstörfum eða rekið út heimilishundinn? Einnig má spyrja hvort málsgreinin leggi stjórnvöldum á herðar auknar skyldur gagnvart börnum?
Fyrstu tvær málsgreinar barnaákvæðis eru prýðilegar og koma vel fyrir hagsmunum barna. Sú þriðja á hinn bóginn færir vendipunkt ákvarðanataka fjær þeim sem betur eru til þess bærir og því er mælt með brottfalli þriðju málsgreinar.