Breytingatillaga #8

Við 15. grein. Trúfrelsi

Flytjendur:
  • Lýður Árnason
  • Dögg Harðardóttir
BreytingartillagaÁkvæði eftir breytinguÁkvæði í frumvarpsdrögum

Breytingartillaga á grein 15 um TRÚFRELSI.

TILLAGA:  Stjórnvöldum ber að vernda öll skráð trúfélög og lífsskoðunarfélög.

Þessi málsliður annarrar málsgreinar falli brott.

Öllum skal tryggður réttur til trúar og lífsskoðunar, þar með talinn rétturinn til að breyta um trú eða sannfæringu og standa utan trúfélaga.

Öllum er frjálst að iðka trú, einslega eða í samfélagi með öðrum, opinberlega eða á einkavettvangi.

Frelsi til að rækja trú eða sannfæringu skal einungis háð þeim takmörkunum, sem lög mæla fyrir um og nauðsyn ber til í lýðræðislegu þjóðfélagi.

Öllum skal tryggður réttur til trúar og lífsskoðunar, þar með talinn rétturinn til að breyta um trú eða sannfæringu og standa utan trúfélaga.

Öllum er frjálst að iðka trú, einslega eða í samfélagi með öðrum, opinberlega eða á einkavettvangi. Stjórnvöldum ber að vernda öll skráð trúfélög og lífsskoðunarfélög.

Frelsi til að rækja trú eða sannfæringu skal einungis háð þeim takmörkunum, sem lög mæla fyrir um og nauðsyn ber til í lýðræðislegu þjóðfélagi.

Skýringar:

GREINARGERÐ:

Í 17. grein um félagafrelsi tryggja stjórnvöld hverjum og einum rétt til stofnunar og starfrækslu félaga. Með því er skapaður almennur jarðvegur til þess arna. Sérstök vernd trú- og lífsskoðunarfélaga er því óþarft og fremur fallið til mismununar en jafnræðis.

Bent er enn fremur á álitsgerð forætisráðuneytisins þar sem segir: 2. málsl. 2. mgr. virðist óþarfur enda má ætla að trúfélög, lífsskoðunarfélög sem og önnur félög, hverju nafni sem þau nefnast, njóti nægjanlegrar verndar skv. félagafrelsisákvæðinu. Þá er óljóst hvað felst í þeim orðum að stjórnvöld skuli vernda umrædd félög og einnig er viðbúið að unnt sé að túlka hugtakið „lífsskoðunarfélag“ mjög rúmt enda engin lög sem gilda um slík félög eða skráningu þeirra.